fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Úraævintýri Óla Geirs á enda – Nora Watches úrskurðað gjaldþrota

Ritstjórn DV
Föstudaginn 17. september 2021 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrafyrirtækið Nora Watches ehf. hefur verið úrskurðað gjaldþrota en þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu. Fyrirtækið var stofnað í byrjun árs 2017 en stofnendur þess voru athafnamaðurinn Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem Óli Geir, og viðskiptafélagi hans Þorbjörn Einar Guðmundsson.

Engum ársreikningum um rekstur fyrirtækisins hefur verið skilað inn en svo virðist vera sem fyrirtækið hafi aldrei náð flugi.

Ári eftir stofnun fyrirtækisins gaus upp stormur á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem Óli Geir var sakaður um að selja ódýr aðkeypt úr sem eigin hönnum.

DV fjallaði um málið á sínum tíma en það hófst þegar Óli Geir lýsti því yfir að hann væri búinn að ljúka hönnun á nýju úri undir merkjum NORA.

„Var að klára þetta úr. Cooming soon. Nýir og spennandi tímar fram undan hjá NORA,“ skrifaði athafnamaðurinn og birti mynd af nýja úrinu.

Athugull netverji að nafni Daníel Ólafsson rannsakaði þá málið og komst að því að samskonar úr var til sölu á vefsíðunni Gearbest.com þar sem söluverðið var tæplega 4.000 krónur. Almennt kostuðu úr hjá fyrirtæki Óla Geirs að minnsta kosti yfir 15.000 krónur.

Málið vakti talsverða athygli á sínum tíma og gekk svo langt að Íslandsbanki grínaðist með málið á Twitter-síðu sinni.

Óli Geir eyddi færslunni síðan í kjölfarið og lítið heyrðist frá NORA eftir þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Í gær

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim