fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Tyrkjaránið grunnur að nýrri alþjóðlegri leikinni þáttaröð

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 17. september 2021 11:15

Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagafilm og LittleBig Productions hafa stofnað til samstarfs um þróun og framleiðslu á leikinni sjónvarpsþáttaröð sem ber vinnuheitið Salé. Þáttaröðin byggir á Tyrkjaráninu, sem átti sér stað árið 1627 þegar sjóræningjar á skipum frá Barbaríinu komu til Íslands, réðust á land, handtóku og seldu hundruð Íslendinga í þrældóm í Norður Afríku. Sagan segir af mæðgum, Gunni og Grímu sem verða aðskila á þrælamarkaði í Marokkó og þurfa að finna ólíkar leiðir til að lifa af í framandi menningarheimi.

Þáttaröðin fjallar um valdabaráttu, frelsissviptingu, heimilis- og ástvinamissi í tengslum við lítt þekkta mansalssögu Evrópu. Þetta er einnig spennandi saga og sterk frásögn um ást, lífsvilja, hefnd og eflingu sterkrar vonar.

„Það er virkilega gaman að opinbera að Sagafilm og LittleBig Productions hafa stofnað til samstarfs kringum þetta spennandi verkefni um Tyrkjaránið og afleiðingar þess. Þetta er saga sem að langflestir Íslendingar þekkja og þáttaröðin hefur mjög sterka alþjóðlega skírskotun, sem ætti vonandi að einfalda fjármögnun á svona stóru verkefni,” segir Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm.

Verkefnið hefur verið í þróun í nokkur ár og er komið vel áleiðis en það eru þau Anna G. Magnúsdóttir, Anders Granström og Herbert Gehr sem eiga hugmyndina að þáttaröðinni sem nú fer í frekari þróunarvinnu á næstu mánuðum þar sem fleiri öflugir handritshöfundar koma inn í teymið.

Markmið okkar er að segja áhugaverða og grípandi sögu um örlög þess fólks sem var með valdi frá heimilum sínum og ástvinum og gefa mynd af þeim ókunna heimi sem það skyndilega þurfti að fóta sig í. Sögulegir atburðir eru hafðir sterklega til hliðsjónar en dramatískir þættir frásögunnar hafðir í fyrirrúmi. Það að fá Sagafilm sem samstarfsaðila í þessu verkefni gerir okkur kleift að efla þróunina og koma henni á næsta stig. Það er mikilvægt að varpa ljósi á þessa mikið til gleymdu atburði og ekki síst mikilvægt fyrir Íslendinga að fá sögur um samlanda sína og aðstæður þeirra á þessum ótrúlega kafla í Íslandssögunni,“ segir Anna G. Magnúsdóttir, framleiðandi hjá LittleBig Productions.

Sagafilm hefur framleitt mikið af leiknu sjónvarpsefni síðustu ár en nýjasta verkefnið er Systrabönd sem sýnt var á Sjónvarpi Símans Premium við góðar undirtektir og síðar í haust mun önnur þáttaröð af Stella Blómkvist fara í loftið á sömu sjónvarpsstöð. Kvikmyndin Wolka sem framleidd er af Sagafilm verður frumsýnd á RIFF í byrjun október og fer í kjölfarið í almennar sýningar hér á landi.

LittleBig Productions er sænskt framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á kvikmyndum og leiknu sjónvarpsefni. Íslenska kvikmyndin Alma sem nýlega var tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs er samframleidd af Little Big Productions sem einnig framleiddi kvikmyndina Vesalings Elskendur sem var tilnefnd til þriggja Eddu verðlauna árið 2020 og kvikmyndina Hemma sem einnig er margfalt verðlaunuð og var tilnefnd til fleiri Eddu verðlauna 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir