fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Líkamsárás í Bústaða- og Háaleitishverfi – Slagsmál og íkveikjur í Breiðholti

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. september 2021 06:03

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á áttunda tímanum í gær var tilkynnt um líkamsárás í Bústaða- og Háaleitishverfi. Þar voru þrír handteknir og vistaðir í fangageymslu en tveir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. Í Breiðholti var tilkynnt um slagsmál á svipuðum tíma. Þar slasaðist enginn og engar kröfur voru uppi en ætluð fíkniefni fundust á einum aðila.

Um tveimur klukkustundum síðar var tilkynnt um líkamsárás í Breiðholti. Engin meiðsli voru en málsatvik voru þau að hópur unglinga hafði verið að gera dyraat. Húsráðandi hljóp út og náði einum geranda og hélt þar til lögreglan kom á vettvang.

Tilkynnt var um eld í tveimur pappagámum í Breiðholti í gærkvöldi. Skemmdir voru minniháttar. Ekki er vitað hver kveikti í.

Um klukkan 22 var einn handtekinn í vesturhluta borgarinnar, grunaður um líkamsárás. Minniháttar meiðsl hlutust í árásinni.

Í Garðabæ var tilkynnt um þjófnað úr verslun og var málið afgreitt á vettvangi.

Í Mosfellsbæ varð umferðaróhapp á níunda tímanum í gærkvöldi. Ökumaður er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Frá 19.00 til 05.00 voru 45 mál skráð í málaskrá lögreglunnar og 5 eru í fangageymslu eftir nóttina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Í gær

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“