fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Fréttir

Stöð 2 sýndi brot úr klámi beint eftir kvöldfréttir í gær: Ólga meðal íslenskra mæðra – „Mér er svo misboðið“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 14. september 2021 09:19

Skjáskot úr þættinum á Stöð 2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þætti gærkvöldsins af Íslandi í dag á Stöð 2 var sýnt viðtal við OnlyFans-stjörnuna Eddu Lovísu Björgvinsdóttur. Í viðtalinu ræddi Edda um starfið sitt. „Það skiptir ekki máli hvað fólki finnst um mig. Það hefur ekki áhrif á mig hvað fólki finnst um mig, það hefur bara áhrif á þau að vera pirruð eða hvað sem þau eru um mig,“ segir Edda í upphafi þáttarins.

„Fólk gerir þetta, af hverju má ekki taka þetta upp? Eru ekki allir að stunda kynlíf á einhverjum tímapunkti í lífinu sínu, er þá eitthvað þannig séð skrýtið að taka það upp og selja það?“ segir Edda til að mynda í þættinum.

Þá er hugarfar Íslendinga til kláms rætt og Edda bendir á að hugarfarið hefur sveiflast fram og aftur hér á landi. „Mér finnst eins og við förum svolítið fram og til baka, bara allir. „Oh þetta er okei, nei þetta er ekki okei, jú þetta er okei aftur“, bara með ótrúlega marga hluti,“ segir Edda um hugarfarið hjá Íslendingum.

„Fólk var enn að borða þegar þið varpið þessu á skjáinn“

Það vakti athygli margra að í þættinum voru sýnd brot úr kynlífsmyndböndum af OnlyFans. Það kom eflaust flatt upp á marga að sjá fólk stunda kynlíf í sjónvarpinu, beint eftir kvöldfréttirnar. „Okei Stöð 2 var bara án gríns að sýna klám???? Full on fólk að ríða???? Í Íslandi í dag????“ sagði til að mynda Sandra nokkur á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan þátturinn var í sýningu í gær.

„Ísland í dag… are you ok? Fólk var enn að borða þegar þið varpið þessu á skjáinn um 7,“ segir hún svo einnig og bendir á að börn væru ennþá að horfa á sjónvarpið á þessum tíma.

Þetta virðist líka hafa komið flatt upp á OnlyFans-stjörnuna Ingólf Val Þrastarson en hann er einn af þeim sem mátti sjá stunda kynlíf í þættinum. Hann segir að Stöð 2 hefði að minnsta kosti getað sett tengil á OnlyFans-síðuna sína ef þau ætla að sýna hann stunda kynlíf í sjónvarpinu.

Ólga meðal mæðra eftir þáttinn

Miðað við ummæli mæðra á Facebook virðast sumar þeirra hafa tekið andköf þegar þær sáu þáttinn. „Ég sit fyrir framan sjónvarpið með 5 ára gamalt barn og það er bara sýnt gróft kynlíf skýrt og greinilega..“ segir til að mynda ein móðir í færslu sem hún birti í íslenskum Facebook-hóp mæðra. „Mér er svo misboðið að þetta sé bara í lagi og óritrýnt á þessum tíma dags! Er ég ein um það að finnst þetta EKKi boðlegt??“

Fjöldi mæðra tók undir með höfundi færslunar. „Ég slökkti um leið og mín 5 ára kom! Þetta er ekki góð þróun fyrir ungar stelpur,“ segir til dæmis í einni athugasemd við færsluna. „ÉG ER SVOOO SAMMÁLA, er einmitt að hneykslast á þessu,“ segir önnur. „Mér finnst þetta persónulega fáránlegt!!!“ segir svo enn önnur.

Þá bendir ein í hópnum á að fjölmiðlanefnd hafi eftirlit með efni sjónvarpsstöðva og hvenær efni sem ekki er við hæfi barna er sýnt. Þú getur sent inn ábendingu eða kvörtun þeirra og þau taka þá til skoðunar hvort þetta hafi verið eðlileg myndbirting og ef ekki þá geta þau sektað miðilinn eða áminnt.“

Aðrar mæðrur benda þeim hneyksluðu á að þær hefðu einfaldlega getað skipt um stöð eða slökkt á sjónvarpinu. „Við fullorðna fólkið eigum líka að hafa vit fyrir því að ýmislegt birtist á skjánum,“ segir í einni athugasemdinni.

Ein móðirin bendir þó á að það sé ekki jafn auðvelt og það hljómar að slökkva eða skipta um stöð. „Jú jú það er hægt en það er ekki víst að allir taki eftir að þetta sé í sjónvarpinu. Hér voru 3 og 6 ára gömul börn að leik og horfandi á þetta þegar ég áttaði mig á hvað var í sjónvarpinu…“

Hér er hægt að horfa á þáttinn sem um ræðir. Rétt er að vara viðkvæma við innihaldi þáttarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smitin á uppleið aftur

Smitin á uppleið aftur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eldur í íbúð í Kópavogi

Eldur í íbúð í Kópavogi