fbpx
Fimmtudagur 23.september 2021
Fréttir

Fjórir piltar duttu af vespu – Skorið á dekk og reynt að kveikja í bifreið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 05:18

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu fyrir klukkan 22 var tilkynnt um slys í Kópavogi. Fjórir 14 ára piltar voru saman á vespu og var aðeins einn þeirra með hjálm. Ökumaðurinn missti stjórn á vespunni og duttu piltarnir af henni. Þrír þeirra meiddust lítið sem ekkert en sá fjórði missti meðvitund í skamma stund. Hann er talinn hafa fengið heilahristing en hann var fluttur á bráðamóttöku. Málið var unnið með aðkomu foreldra piltanna.

Klukkan tvö í nótt var tilkynnt að skorið hefði verið á dekk bifreiðar í miðborginni og reynt að kveikja í henni.

Á fyrsta tímanum í nótt var ekið á kyrrstæða bifreið í Kópavogi og yfirgaf tjónvaldur vettvang. Akstur hans var stöðvaður skömmu síðar og var hann handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á sjötta tímanum í gær hafði lögreglan afskipti af manni á heimili í Laugarneshverfi en sá er grunaður um vörslu fíkniefna. Á fyrsta tímanum í nótt var lagt hald á fíkniefni hjá manni í Hlíðahverfi en hann framvísaði þeim sjálfur.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi í miðborginni grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án gildra ökuréttinda.

Tveir ökumenn voru kærðir fyrir akstur án ökuréttinda síðdegis í gær. Annar þeirra var einnig kærður fyrir að neita að skýra frá nafni sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Happdrætti Háskólans kært til lögreglunnar

Happdrætti Háskólans kært til lögreglunnar
Fréttir
Í gær

María fagnar dómi yfir Heiðari Má fyrir hótanir í hennar garð – Bíður niðurstöðu MDE

María fagnar dómi yfir Heiðari Má fyrir hótanir í hennar garð – Bíður niðurstöðu MDE
Fréttir
Í gær

Íslendingar fá dularfullar sendingar frá Salómónseyjum – Stundum eru pakkarnir tómir

Íslendingar fá dularfullar sendingar frá Salómónseyjum – Stundum eru pakkarnir tómir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Listaverk Pálínu og dóttur hennar varð skemmdarvörgum að bráð – Þrír steinar brotnir og níu hvergi sjáanlegir

Listaverk Pálínu og dóttur hennar varð skemmdarvörgum að bráð – Þrír steinar brotnir og níu hvergi sjáanlegir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristrún neitar að hafa þegið tugmilljóna kaupaukagreiðslur: „Þetta er algjör lágkúra í fjölmiðlun“

Kristrún neitar að hafa þegið tugmilljóna kaupaukagreiðslur: „Þetta er algjör lágkúra í fjölmiðlun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flokkarnir birta viðhorf sín til vændis og kynlífsvinnu – Edda Falak gífurlega vonsvikin -„Þetta er EKKI opinber stefna okkar“

Flokkarnir birta viðhorf sín til vændis og kynlífsvinnu – Edda Falak gífurlega vonsvikin -„Þetta er EKKI opinber stefna okkar“