fbpx
Laugardagur 25.september 2021
Fréttir

Mannslát á höfuðborgarsvæðinu: Endurlífgunartilraunir lögreglu báru ekki árangur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 1. ágúst 2021 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu um mannslát sem varð í nótt. Kom lögreglan að manni í annarlegu ástandi og flutti hann á Landspítalann. Missti hann meðvitund er þangað var komið. Tilkynningin er eftirfarandi:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var ásamt sjúkraliði kölluð að húsi í austurborginni um tvöleytið í nótt vegna manns sem sagður var í annarlegu ástandi. Lögregla flutti manninn á Landspítalann en rétt áður en þangað kom missti hann meðvitund og fór í hjartastopp. Endurlífgunartilraunir hófust í kjölfarið en báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna á spítalann. Maðurinn var á fertugsaldri.

Samkvæmt frétt Vísis um málið kemur fram að maðurinn hafi verið  í geðrofsástandi  fyrir utan áfangaheimilið Draumasetrið þegar hann var handtekinn.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“

Edda svarar fyrir sig eftir að Sigurður kallaði hana lygasjúka – „Galið að krefja fólk um einhver bull svör einungis til þess að þagga niður í fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“

Innhringjandinn sá að sér og baðst afsökunar – „Við höfðum öll einhverntímann gert mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokayfirlýsing DV: Faðir sem opinberar barnið sitt

Lokayfirlýsing DV: Faðir sem opinberar barnið sitt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sér ekki ástæðu til hertra aðgerða í bili

Sér ekki ástæðu til hertra aðgerða í bili