fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Farþegi í Krítar-fluginu kemur Flensborgarkrökkunum til varnar – „Fólk er alltaf að gera sig að fórnarlömbum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 26. júlí 2021 12:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég verð að segja að mér þykir heldur vel í lagt þegar verið er að lýsa þessu flugi. Það voru kannski þrír til fjórir sem voru að þvælast á milli sæta í vélinni og spjalla en mér þykir það vel sloppið af 70 manna hópi,“ segir kona á sjötugsaldri sem var í fluginu frá Krít þar sem stór hluti af hópi útskriftarnema frá framhaldsskólanum Flensborg í Hafnarfirði virðist hafa smitast af Covid-19.

Eiginmaður konunar er á áttræðisaldri og segir hún að ekki síst vegna hás aldurs eiginmannsins gæti þau hjónin alltaf vel að sóttvörnum en hvorugt þeirra hafi fundið til óöryggis, sátu þau um miðja vélina. Um 70 útskriftarnemendur voru um borð og mynduðu meirihluta farþega í vélinni sem var hátt í fullbókuð.

„Maðurinn minn svaf mestalla leiðina en ég var vakandi og hef bæði ágæta sjón og heyrn. Það er alls ekki rétt að allur hópurinn hafi verið síhóstandi, ég varð ekki vör við þessi svakalegu hóstaköst. Það voru vissulega 3-4 krakkar dálítið ranglandi þarna um og það var par sem fór í sleik en þau eru kærustupar,“ segir konan en hún segir ölvun hafa verið sáralitla. Raunar hefur hópurinn ekki verið gagnrýndur fyrir ölvun heldur óábyrga hegðun með tilliti til sóttvarna. Einnig er gagnrýnt harðlega að hópurinn hafi yfirleitt farið í flugið þar sem líklegt var talið að stór hluti hans væri smitaður.

Sjá einnig: Fleiri farþegar í hryllingsfluginu frá Krít stíga fram – Hóstandi útskriftarnemendur fóru fárveikir um borð

Konan gagnrýnir sérstaklega vitnisburð annarrar konu um borð sem sagði í viðtali við DV í gær:

„Ég fékk bara svakalega innilokunarkennd og mann langaði bara að öskra. Maður tók eftir þessu strax á flugvellinum úti að þetta voru ekki bara einhver smá veikindi eða þynnka í krökkunum. Þau voru bara öll veik.“

Konan segir um þetta: „Mér finnst þetta ansi vel í lagt og fólk sem þarf að dramatísera aðstæður svona mikið, það ætti kannski bara að líta í eigin barm. Æ, fólk er alltaf að gera sig að fórnarlömbum.“

Konan segist heldur ekki hafa orðið vör við að einhverjir væru að kasta hlutum, eins og einn farþegi vitnaði um, en viðurkennir að það hafi getað gerst fyrir aftan hana án þess hún yrði þess vör. Konan ítrekar að yfirlýsingar um að allir í hópnum hafi verið hóstandi séu ekki réttar. Maður um sjötugt sagði að hópurinn hafi hagað sér með óábyrgum hætti með tilliti til sóttvarna þó að þau hafi í almennum skilningi hagað sér vel. Konan tekur undir þetta en segir þó að óábyrg sóttvarnahegðun hafi aðeins verið bundin við örfáa einstaklinga. Fyrrnefndur maður sagði í viðtali við DV um helgina:

„Mér ofbauð hegðun margra úr þessum hópi. Sérstaklega voru nokkrir strákar áberandi, sem sáu enga ástæðu til að bera grímu og virtust sannfærðir um að þeir væru svo æðislegir, að ekkert gæti komið fyrir þá. Afar þröngt var á milli sæta í þessari flugvél og ekki voru sætin þægileg  –  enda voru þarna nokkrir krakkar, einkum strákar, sem gátu lítið setið kyrrir heldur fóru á milli sætaraða og kjöftuðu þar hver upp í annan, grímulausir.  Þeir létu sem þeir hvorki sæju eða heyrðu fyrirmæli áhafnar og komust upp með það.“

Sjá einnig: Farþegi í vél útskriftarferðarhópsins lýsir hegðun krakkanna í vélinni

Konan segir að hún sé ekki ósammála þessum manni um staðreyndir málsins en hún sé ósammála túlkun hans. Nokkrir hefðu mátt vera varkárari en hópurinn í heild hafi verið til fyrirmyndar í öllu tilliti. Hún segist ekki óttast að hafa smitast um borð en allir farþegar með vélinni fara í sýnatöku á næstunni.

„Þessir krakkar höguðu sér mjög vel og ég ræddi um það við manninn minn að fólk hafi ekki hagað sér svona vel í útskriftarferðum á mínum yngri árum,“ segir hún.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi