fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fréttir

Krefur forstjóra ÁTVR um afsökunarbeiðni

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 19. júlí 2021 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sigurðsson, eigandi Sante Wines, krefur Ívar J. Arndal, forstjóra ÁTVR, um afsökunarbeiðni fyrir að hafa kært sig til Skattsins. Hann vill að afsökunarbeiðnin birtist sem auglýsing á forsíðum Morgunblaðsins, Viðskiptablaðsins og Fréttablaðsins og vill einnig fá auglýsingu á vefi Vísis og Morgunblaðsins.

Arnar segir að það sé alvarlegt að forstjóri ríkisstofnunar komi fram opinberlega og ásaki sakeppnisaðila um skattalagabrot. Hann segir að Santewines sé bæði með íslenska kennitölu og virðisaukaskattsnúmer.

Í afsökunarbeiðninni vill Arnar að kærurnar hafi verið dregnar til baka og beðist afsökunar á röngum sakagiftum. Hann gefur Ívari frest til klukkan15:00, miðvikudaginn 21. júlí.

Hér fyrir neðan má sjá bréfið í heild sinni.

Þann 28. júní 2021 sendir þú kæru til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem undirritaður, Sante ehf. og franska félagið Santewines SAS er sakað um brot á lögum um virðisaukaskatt. Í kærunni kemur m.a. fram að að franska félagið hafi hvorki íslenska kennitölu né virðisaukaskattsnúmer. Að félagið hafi enga heimild til þess að innheimta virðisaukaskatt hér á landi. Sama dag sendir þú kæru til Skattsins vegna sömu ávirðinga. Í því bréfi er fullyrt að undanskot á virðisaukaskatti hljóti að nema verulegum fjárhæðum. Þá kemur fram að þú teljir vandasamt að sjá að Santewines SAS standi skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs.

Það er auðvitað ekki vandasamt að sjá hvort Santewines SAS standi skil á virðisaukaskatti. Það er heldur ekki vandasamt að sjá að fullnægjandi rannsókn hefur ekki farið fram á ofangreindum forsendum. Það er alvarlegt mál og hlýtur að vera fordæmalaust að forstjóri ríkisstofnunar komi fram opinberlega og ásaki samkeppnisaðila ranglega um skattalagabrot. Með lágmarks fyrirhöfn hefði mátt leiða í ljós þá augljósu staðreynd að Santewines SAS hefur bæði íslenska kennitölu og virðisaukaskattsnúmer. Félagið gefur út reikninga með 11% virðisaukaskatti í samræmi við gildandi lög og hefur gert frá því félagið hóf starfsemi hér á landi. Hin íslenska kennitala og virðisaukaskattsnúmer voru skráð hjá Skattinum í apríl sl. en félagið hóf starfsemi í maí.

Gjalddagi virðisaukaskatts er einum mánuði og fimm dögum eftir lok hvers almenns uppgjörstímabils sem í tilviki Santewines SAS er tveir mánuðir. Til dæmis er gjalddagi vegna maí og júní þann 5. ágúst nk. Innheimtur virðisaukaskattur frá upphafi starfseminnar er því ekki í gjalddaga fallinn. Engin vanskil hafa orðið. Öll aðflutningsgjöld vegna innflutnings Sante ehf. á áfengi, þ.m.t. áfengisgjald, virðisaukaskattur og skilagjald hefur þegar verið greitt til ríkissjóðs. Allar ásakanir um skattsvik og undanskot eru rógburður.

Engum blöðum er um það að fletta að ásakanir þínar á hendur mér persónulega og félögunum Sante ehf. og Santewines SAS eru tilhæfulausar með öllu. Að bera saklausa menn röngum sakargiftum er refsivert. Samkvæmt 148. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 skal hver sem með rangri kæru leitast við að koma því til leiðar, að saklaus maður verði sakaður um eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað, sæta fangelsi allt að 10 árum. Þá varðar það fangelsi allt að 2 árum að hafa ærumeiðandi aðdróttun í frammi gegn betri vitund, sbr. 236. gr. almennra hegningarlaga. Undanskot á virðisaukaskatti er alvarlegt lögbrot sem varðar þungri refsingu. Það er þess vegna þeim mun alvarlegra að bera saklausan mann sakargiftum um brot á lögum um virðisaukaskatt. Ekki er útilokað að háttsemi þín varði við fleiri ákvæði almennra hegningarlaga.

Með bréfi þessu er þess krafist að framangreindar kærur verði dregnar til baka án tafar og afsökunarbeiðni verði birt með heilsíðu auglýsingum í Morgunblaðinu, Viðskiptablaðinu og Fréttablaðinu og vefborðum í eina viku (7 daga) á vefsíðunum visir.is og mbl.is. Í afsökunarbeiðninni komi fram að kærurnar hafi verið dregnar til baka þar sem ekki hafi reynst fótur fyrir þeim og að beðist sé afsökunar á því að hafa haft frammi rangar sakargiftir gagnvart mér og félögunum Sante ehf. og Santewines SAS. Veittur er frestur til þess að verða við ofangreindri kröfu þangað til klukkan 15:00 miðvikudaginn 21. júlí nk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur útilokar ekki harðari takmarkanir á næstunni

Þórólfur útilokar ekki harðari takmarkanir á næstunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

95 smit í gær – 4 á sjúkrahúsi

95 smit í gær – 4 á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Taktu könnun: Hvað finnst þér um nýju takmarkanirnar?

Taktu könnun: Hvað finnst þér um nýju takmarkanirnar?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

200 manna samkomutakmarkanir og skemmtistaðir loka fyrr

200 manna samkomutakmarkanir og skemmtistaðir loka fyrr