fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fréttir

Þrjár manneskjur sem ákærðar eru fyrir morð ganga frjálsar um götur Reykjavíkur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 18:59

Einn sakborninga í Rauðagerðismálinu leiddur út úr húsi Héraðsdóms Reykjavíkur mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV hefur fengið staðfest að aðeins Angjelin Sterkaj sitji nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins á Armando Bequiri sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar.

Maðurinn sem játað hefur að hafa myrt Armando er Angjelin og hann situr í gæsluvarðhaldi. Þrjár aðrar manneskjur hafa verið ákærðar fyrir hlutdeild í morðinu. Armando segist hafa verið einn að verki en ákæra héraðssaksóknara í málinu bendir til þess að fjórar manneskjur hafi tekið höndum saman um að myrða Armando.

Ein þeirra er Claudia Sofia Soelho Carvalho, kona fædd árið 1990, en hún njósnaði um Armando í aðdraganda morðsins og gaf upplýsingar um ferðir hans. Annar sakborningur, Murat, gaf henni leiðbeiningar um hvernig hún ætti að njósna um Armando. Hún átti að fylgjast með tveimur bílum í eigu Armndos, sem lagt var í porti við Rauðarárstíg, og gera Angjelin viðvart um þegar Armando æki öðrum þeirra burtu. Það gerði hún, samkvæmt ákæru.

Annar sakborningur er Shpetim Querimi, fertugur maður sem býr í Hafnarfirði. Hann ók ásamt Angjelin að Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar og stöðvuðu þeir bílinn nálægt horni Rauðagerðis og Borgargerðis. Í ákæru segir orðrétt:

„Þegar bifreið Armando var ekið að heimili hans að Rauðagerði 28 ók ákærði Shpetim í humátt á eftir honum, hleypti meðákærða Angjelin úr bifreiðinni við hús nr. 28 og ók svo áfram nokkrar húsalengdir þar sem hann snéri bifreiðinni við og beið þar til meðákærði Angjelin gaf honum merki um að sækja sig. Þá ók ákærði Shpetim austur Rauðagerði og tók meðákærða Angjelin upp í bifreiðina í Borgargerði. Þeir óku svo út úr bænum og í Varmahlíð í Skagafirði, með viðkomu í Kollafirði þar sem meðákærði Angjelin losaði sig við skammbyssu með því að henda henni í sjóinn.“

Shpetim viðurkennir að hafa verið í bíl með Angjelin þetta kvöld en hann segist ekkert hafa vitað um áform hans né vitað hver bjó í húsinu við Rauðagerði þar sem ódæðisverkið var framið. Héraðssaksóknara þykir framburður hans ótrúverðugur enda bendir allt til þess að hann hafi orðið var við morðvopnið sem var notað til verksins, 40 cm langa skammbyssu með hljóðdeyfi. Raunar fullyrðir héraðssaksóknari að Shpetim hafi um tíma haft byssuna undir höndum en þá hafi hún verið ofan í tösku.

Allt fólkið er í farbanni en það gengur frjálst um götur Reykjavíkur þar til dómur verður kveðinn upp í málinu. Aðalmeðferð verður þann 13. september næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Í gær

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Í gær

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Í gær

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúnar í Glerborg fékk risasekt

Rúnar í Glerborg fékk risasekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“

Segir hótelvæðinguna í Reykjavík hafa skaðleg áhrif – „Tekur ekkert tillit til þeirra sem þar eiga heimili“