fbpx
Þriðjudagur 22.júní 2021
Fréttir

Hrikalegar skemmdir á bílum í bílastæðahúsi borgarinnar – Leigði stæði í þeirri trú að húsið ætti að vera læst

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 9. júní 2021 19:53

Bíll unnusta Huldu eftir skemmdarverkin. Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kostar 14.500 krónur á mánuði að leigja bílastæði á neðri hæð bílastæðahússins Bergstaðir við Bergstaðastræti. Hulda Vigdísardóttir stóð í þeirri trú að þetta verð tryggði henni að bíllinn væri í aflæstu rými sem þar að auki væri vaktað. Ekki síst þar sem húsið hefur vanalega verið harðlæst en undanfarna mánuði hefur hurðin verið biluð og dyrnar staðið opnar. Áður voru þær læstar og enginn komst inn í rýmið án aðgangskorts. Hurðarbilunin hefur haft þær afleiðingar að margir bílar hafa verið skemmdir og þegar ekki er verið að vinna skemmdarverk á þeim er bensíni stolið af bensíntönkunum.

Bíll unnusta Huldu, Birgis Arnar Sigurjónssonar, var stórskemmdur þann 13. maí síðastliðinn. Afturrúða og vinstri framrúða eru mölbrotnar og að utan eru rispur á vinstri framhurð, afturhlera og afturstuðara. Hulda lýsir skemmdunum svo í viðtali við DV:

„Brotið er upp úr vinstra afturljósi og vinstra ljósi í afturhlera. Að innan eru líka skemmdir, t.d. í loftrist í miðjustokk, í hurðarspjöldum, hurðarplasti, leðri, stýri, gírstöng og útvarpsskjá, bílstjórasæti og fleira. Það þarf að panta rúður og aukahluti að utan svo bíllinn stendur nú inni í bílskúr ættingja og kemst líklega ekki á götuna fyrr en í ágúst. Hann fer í viðgerð í lok júní eða júlíbyrjun en við getum fengið bílaleigubíl frá persónulegum tryggingunum í fimm daga alls.“

Tveir verðflokkar eru fyrir leigu á stæðum í bílastæðahúsum, annars vegar langtímastæði fyrir áðurnefnda upphæð og hins vegar skammtímastæði fyrir 8.770 kr. á mánuði. Hulda bendir á að þetta geri 174.000 krónur á ári.

Skemmdirnar á bíl Birgis voru að hluta til unnar með verkfærum sem geymd voru í opinni kerru sem er troðfull af drasli. Enginn veit hvers vegna kerran er geymd þarna og viðskiptavinir bílastæðahússins hafa margoft beðið um að hún verði fjarlægð.

Hulda hefur heimildir fyrir því að bílar fjölmargra annarra viðskiptavina bílastæðahússins hafi verið skemmdir, mismikið. Bensíni er stolið, númeraplötur fjarlægðar og speglar og rúður brotin.

Bíll unnusta Huldu eftir skemmdarverkin. Aðsend mynd.

„Við höfum reynt að leita réttar okkar en gengið mjög illa. Þau fáu svör sem við höfum fengið eru þau að Bílastæðasjóður firri sig allri ábyrgð. Bílastæðasjóður hlýtur þó að bera einhverja ábyrgð á meðan þeir standa ekki við sína skilmála. Það er óásættanlegt að viðgerð á hurð taki marga mánuði án þess að nokkuð sé gert eða önnur öryggisatriði komi í staðinn,“ segir Hulda.

Engin ábyrgð borin á skemmdarverkum

Við umkvörtunum sínum hefur Hulda fengið þau svör frá Berglindi Söebech, umsjónarmanni tryggingamála borgarinnar, að borgin beri enga ábyrgð á þessu tjóni:

„Reykjavíkurborg bætir ekki tjón á eignum annarra nema hún teljist bera skaðabótaábyrgð á tjóninu samkvæmt skaðabótalögum. Forsendur skaðabótaábyrgðar eru til að mynda að tjón verði rakið til saknæmrar háttsemi af hennar hálfu, þ.e. gáleysis starfsmanna eða vanbúnaðar húsnæðis, “ segir í svari Berglindar til Huldu.

Bíll unnusta Huldu eftir skemmdarverkin. Aðsend mynd.

Í samtali við DV segir Berglind að engin ákvæði um skaðabótaábyrð, né skuldbinding um að halda rýminu læstu né vakta það, sé að finna í leiguskilmálunum. Hún viðurkennir þó að þetta rými á neðri hæðinni á Bergsstöðum hafi verið „meira lokað“ en önnur bílastæðahús. Dyrnar séu hins vegar opnar núna.

„Það er  verið að skipta um kerfi í öllum bílastæðahúsum og gera breytingar á fyrirkomulaginu,“ tilgreinir Berglind sem ástæðu þess að dyrnar standa opnar. Hulda bendir á að þessar viðgerðir hafi tekið óheyrilega langan tíma.

„Það lofar þér enginn því að bílar geti ekki orðið fyrir tjóni,“ segir Berglind.

Kerran með draslinu. Fáir skilja hvers vegna hún er þarna. Aðsend mynd.

Á vef Bílastæðasjóðs stendur: „Bílastæðasjóður ber ekki ábyrgð á tjóni, innbrotum eða skemmdarverkum á bifreiðum í bílahúsinu.“

Svo virðist sem Bílastæðasjóður beri ekki ábyrgð á tjóninu en ljóst er að viðskiptavinir á Bergstöðum hafa upplifað það falska öryggi að bílarnir þeirra séu öryggir í læstu rými því þannig hefur það lengst af verið, allt þar til hurðin bilaði fyrir nokkrum mánuðum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur Karl læknir kærður til lögreglu – „Þeir eru að saka mig um að dreifa eitri“

Guðmundur Karl læknir kærður til lögreglu – „Þeir eru að saka mig um að dreifa eitri“
Fréttir
Í gær

Tók við stjórnarformennsku í félagi Sigga Hakkara – „Svo byrjuðu fyrirtækin að hringja og heimta að ég borgaði“

Tók við stjórnarformennsku í félagi Sigga Hakkara – „Svo byrjuðu fyrirtækin að hringja og heimta að ég borgaði“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skólastjórinn harmar mistök við verðlaunaafhendingu – Á ekki að koma fyrir aftur að börn séu skilin útundan

Skólastjórinn harmar mistök við verðlaunaafhendingu – Á ekki að koma fyrir aftur að börn séu skilin útundan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einkennilegur þjófnaður átti sér stað í nótt – Þegar maðurinn kom út var hundurinn horfinn

Einkennilegur þjófnaður átti sér stað í nótt – Þegar maðurinn kom út var hundurinn horfinn
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan kom að blóðugum vettvangi í Reykjavík – Árásarmaðurinn ætlaði að heimsækja barnsmóðurina en hitti kærasta hennar

Lögreglan kom að blóðugum vettvangi í Reykjavík – Árásarmaðurinn ætlaði að heimsækja barnsmóðurina en hitti kærasta hennar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Landsliðsstjörnurnar flykkjast á Arnarnesið: Jóhann Berg og Hólmfríður keyptu sögufrægt einbýlishús þar sem ríkisstjórn var mynduð

Landsliðsstjörnurnar flykkjast á Arnarnesið: Jóhann Berg og Hólmfríður keyptu sögufrægt einbýlishús þar sem ríkisstjórn var mynduð