fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fréttir

Hræðilegt olíuslys í Elliðaárdal – Hallur kom dýralífinu til bjargar – „Það vill enginn hjá borginni setja á sig hanska og þrífa skítinn“

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 13. júní 2021 12:59

mynd/Hallur Heiðar Hallsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallur Heiðar Hallsson, íbúi í Elliðaárdalnum stóð í ströngu í gærkvöldi og fram á nótt við að bjarga fuglum sem lent höfðu í svartolíu sem lak út í dalinn og ofan í tjörn nálægt heimili hans. Olían virðist koma frá bílaplani þar sem er meðal annars eru bensínstöð og Löður bílaþvottastöð.

„Ég verð var við olíuborinn fugl á miðvikudagskvöldið,“ segir Hallur í samtali við blaðamann DV. „Ég hringi í borgina á fimmtudeginum og læt þá vita af þessu. Ég tala þá við manneskju í símann en fæ beint samband við hverfastöðina mína. Sú sem ég talaði við fyrst vissi ekki einu sinni hvar þetta var staðfest og þekkti ekkert svæðið,“ segir Hallur. „Konan í Jaðarseli, hverfastöðinni, vildi svo ekki gefa mér samband við umhverfisdeildina og sagðist bara ætla að koma þessu til skila, en það hefur eitthvað farið milli skips og bryggju þau skilaboð.“

Að sögn Halls virðast olíugildrur á svæðinu þar sem bensínstöðin og Löður eru til húsa ekki hafa undan þegar mikið rignir og þá hefur olía og bensín oft lekið þarna niður í árnar.

Hallur segist lítið hafa verið heima dagana á eftir, en kom svo heim í gærkvöldi og við honum blasti mikill fjöldi fugla, allir útataðir í svartolíu. „Maður sér það í fjarska að liturinn á þeim er ekki eins og hann á að vera. Þeir voru allir dökkir og skítugir.“

Svo fór að Hallur náði loks að kalla út viðbragðsaðila frá Veitum sem hafði milligöngu um að koma slökkviliðinu á staðinn. „Slökkviliðið náði að girða þetta af með sínum tækjum og búnaði,“ útskýrir hann. Hallur bendir á að þökk sé vindáttinni þessa daga hélst olíubrákin upp við rörið þaðan sem olían kom. Því gat slökkviliðið einangrað lekann við það svæði með olíugirðingu sinni, eins og sjá má á myndum hér að neðan.

„Þetta gerist á hverju ári,“ segir Hallur. „En í þetta sinn var þetta þessi svartolía sem fór svona illa með fuglinn.“ Hallur segist oft hafa fundið bensínlykt af læknum sem sé stundum svo sterk að hann myndi ekki þora að kveikja eldspýtu í námunda við hann.

„Ég var vakandi til fjögur í nótt að reyna að gera eitthvað fyrir dýrin,“ segir Hallur. „Ég er með þarna smá tjörn heima hjá mér sem er ekki tengd vatninu úr ánni,“ útskýrir hann en honum tókst í nótt að reka fjölda fugla ofan í sína tjörn þar sem þeir gátu hreinsað fjaðrirnar. Sumir fuglar voru þó ekki svo heppnir, eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

Hallur vandar borginni ekki kveðjurnar í þessu máli og segir hana hafa brugðist. „Mér finnst borgin vera orðin eitthvað batterí sem er bara ekki að virka. Það eiga allir að sortera ruslið heima hjá sér, en það er enginn þarna tilbúinn til þess að setja upp hanska og bara þrífa upp skítinn. Samt eru allir alltaf til í að segja öðrum fyrir verkum.“ Hann segist borgina ekki hafa brugðist við fyrr en hann setti myndir af olíumenguðum Elliðaárdalnum á Facebook. „Þá fór allt af stað! Máttur Facebook er mikill.“

Búið er að girða olíubrákina af þar sem hún lekur ofan í tjörnina, en að sögn Halls hefur olían ekki enn verið hreinsuð upp. Til standi að kalla út fyrirtæki sem sjái um slíkt.

Myndirnar að neðan eru fengnar af Facebook síðu Halls, og birtar með hans leyfi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við
Fréttir
Í gær

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið

Ragnheiður ánægð að hafa hætt viðskiptum við fyrirtækið
Fréttir
Í gær

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí

Áfengisneysla á uppleið á Íslandi en niðurleið í Evrópu – Íslendingar fara oft á fyllerí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm

Jóhann á flótta undan réttvísinni – Ákærður fyrir vörslu og dreifingu barnaníðsefnis en mætir ekki fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu

Með varanlegan taugaskaða eftir að hann var skorinn upp á Landspítala við ófullnægjandi lýsingu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“

Starfsfólk hetjur sem eigi hrós skilið – „Ég á varla til orð til að lýsa aðdáun minni“