fbpx
Miðvikudagur 04.ágúst 2021
Fréttir

Merkilegur og sögulegur íslenskur fáni á uppboði í Danmörku

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 06:59

Þetta er merkur fáni. Mynd:Bruun Rasmussen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska uppboðshúsið Bruun Rasmussen er nú með merkan og sögulegan íslenskan fána á uppboði. Því lýkur þann 07. júní en nú þegar er hægt að bjóða í fánann á netinu. Ekki kemur fram í uppboðslýsingu hver seljandinn er.

Fáninn er 131×188 cm og er áritaður af Sveini Björnssyni, fyrsta forseta lýðveldisins, en hann staðfesti einmitt lög númer 34/1944 um notkun þjóðfánans en þau eru enn í gildi en breytingar hafa þó verið gerðar á þeim í gegnum áratugina.

Á heimasíðu Bruun Rasmussen kemur fram að vitað sé að tveir fánar, áritaðir af Sveini Björnssyni, séu til og hér sé annar þeirra boðinn til sölu. Sveinn áritaði fánann og gaf á uppboð sem var haldið til styrktar hermönnum sem börðust í síðari heimsstyrjöldinni.

Fáninn er áritaður af Sveini Björnssyni, fyrsta forseta lýðveldisins. Mynd:Bruun Rasmussen

Uppboðinu lýkur um klukkan 16.40 að íslenskum tíma næsta mánudag. Sérfræðingar uppboðshússins telja fáninn muni seljast á sem nemur um 300.000 til 400.000 íslenskum krónum. Upphafsboð er sem nemur um 200.000 íslenskum krónum. Ekkert boð var komið í fánann þegar þetta er skrifað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ölvaður maður datt af rafmagnshlaupahjóli og slasaðist

Ölvaður maður datt af rafmagnshlaupahjóli og slasaðist
Fréttir
Í gær

Frægir, flokksgæðingar og fyrirmenni í nefndum ríkisins – Þúsundir liggja á launum í 644 ríkisnefndum – Sjáðu hverjir eru hvar

Frægir, flokksgæðingar og fyrirmenni í nefndum ríkisins – Þúsundir liggja á launum í 644 ríkisnefndum – Sjáðu hverjir eru hvar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Covid smitaður Ólympíufari segir aðstæður hörmulegar í farsóttahúsi í Japan – Lýsir sama aðbúnaði og í sóttvarnarhúsum á Íslandi

Covid smitaður Ólympíufari segir aðstæður hörmulegar í farsóttahúsi í Japan – Lýsir sama aðbúnaði og í sóttvarnarhúsum á Íslandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kattabúr veldur ólgu í Garðabæ – „Ég get ekki bara leyft þessu búri að vera þarna. Þetta er ógeðslegt.“ – Eigandinn skýrir málið

Kattabúr veldur ólgu í Garðabæ – „Ég get ekki bara leyft þessu búri að vera þarna. Þetta er ógeðslegt.“ – Eigandinn skýrir málið
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gísli Alfreðsson látinn

Gísli Alfreðsson látinn
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sviðin jörð ungrar íslenskrar konu: Stal 350 þúsund króna úri af Alberti – Sökuð um að hóta og sparka í mann sem hún svindlaði á

Sviðin jörð ungrar íslenskrar konu: Stal 350 þúsund króna úri af Alberti – Sökuð um að hóta og sparka í mann sem hún svindlaði á