50 manns mega koma saman frá og með mánudeginum 10. maí. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir í samtali við Vísi.
Á þriðjudaginn var það tilkynnt að 20 manna samkomubann yrði framlengt um viku og átti það að falla niður á miðvikudaginn í næstu viku. Svandís ákvað að flýta aðeins fyrir og hækka fjöldatakmarkanir upp í 50 manns tveimur dögum áður en skipulagt var.
Veitingahús og barir mega þá hleypa fólki inn til klukkan 22 en allir þurfa að fara út klukkan 23. Sundlaugar og líkamsræktastöðvar geta tekið á móti 75% af þeim fjölda sem þær hafa leyfi fyrir.
Svandís segir ástæðuna á bakvið flýtingu afléttinga sé hagstæð þróun faraldursins.
Hámarksfjöldi á íþróttaviðburðum og sviðslistum hækkar úr 100 manns í hverju hólfi í 150 manns í hverju hólfi.
Hámarksfjöldi í verslunum hækkar úr 100 manns í 200 manns.
Hér má lesa reglugerðina sem tekur gildi 10. maí í heild sinni.