fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Húsnæðisvandi blasir við Hjallastefnunni – Missir húsnæðið í Öskjuhlíð

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 14. maí 2021 08:00

Húsnæði Hjallastefnunnar í Öskjuhlíð. Mynd:Vefsíða Reykjavíkurborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið 2022 missir Hjallastefnan húsnæðið við Nauthólsveg 87 en þar eru leikskólinn Askja og Barnaskóli Hjallastefnunnar til húsa. Það stefnir því í að næsta skólaár verði síðasta árið sem Hjallastefnan hefur tryggt húsnæði fyrir skóla í Öskjuhlíð.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir að þetta komi fram í tveimur bréfum sem Hjallastefnan sendi foreldrum í vikunni. Í þeim kemur að sögn fram að alltaf hafi legið fyrir að skólar Hjallastefnunnar yrðu að víkja af lóðinni þegar Háskólinn í Reykjavík þyrfti á henni að halda. Því hafi síðustu ár verið ár skammtímaráðstafana.

Einnig kemur fram að Hjallastefnan hafi fengið vilyrði fyrir lóð til að byggja á í Öskjuhlíð en eftir að hafa farið yfir málið sé það niðurstaða stjórnar Hjallastefnunnar að félagið hafi ekki fjárhagslega getu né tíma til að byggja nýtt skólahúsnæði, sem myndi nýtast að ári liðnu, á lóðinni. Uppbygging myndi kosta mikið vegna aðstæðna og landhalla og ekki verður hægt að nota núverandi byggingar.

„Tekjur barnaskólans eru að mestu framlag Reykjavíkurborgar – 75% á hvern nemanda af meðaltalskostnaði grunnskóla í landinu samkvæmt útreikningi Hagstofunnar. Þær duga því miður ekki fyrir útgjöldum, þrátt fyrir mikið aðhald, jafnvel þótt foreldrar greiði skólagjöld. Barnaskóli Hjallastefnunnar hefur verið rekinn með halla öll árin í Öskjuhlíðinni,“ segir í bréfi til foreldranna.

Kannað hefur verið hvort hægt sé að flytja skólann í húsnæði Korpuskóla en þær viðræður skiluðu ekki árangri. „Ósk stjórnar var sú að Reykjavíkurborg legði Hjallastefnunni til húsnæði en Hjallastefnan legði fram gagnreynda skólastefnu og einstakt starfsfólk sem brennur fyrir málefnum hennar. Sú breyting á þjónustusamningnum var af hálfu fulltrúa Reykjavíkur talin svo mikil að hún yrði að fá pólitíska umræðu og afgreiðslu,“ segir einnig í bréfi til foreldra að sögn Morgunblaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“