fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Björgvin Páll: „Ég hef hingað til staðið þétt við bakið á þríeykinu og ráðherrum“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 15:35

Björgvin Páll í leik með íslenska landsliðinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin Páll Gústavsson, einn ástælasti handboltamaður þjóðarinnar, hefur ekki tjáð sig mikið um Covid-19 faraldurinn en honum fannst hann knúinn til að gera það eftir upplýsingafund almannavarna í dag. „Eftir upplýsingafund dagsins langar mig svakalega að pikka smá á tölvuna,“ segir hann í upphafi Facebook-færslu sem hann birti fyrr í dag og varar lesendur við því að færslan snýst um kórónuveiruna.

Á fundinum var talað um markmið stjórnvalda þegar kemur að því að vernda heilbrigðiskerfið og viðkvæma hópa en Björgvin veltir því fyrir sér hvers vegna það sé ekki verið að hugsa um íþróttafólkið í landinu. „Nú þegar engin er á sjúkrahúsi vegna Covid og við erum búinn að bólusetja okkar viðkvæmustu hópa þá erum við íþróttafólkið enn á þeim stað að geta ekki stundað okkar íþrótt,“ segir Björvin í færslunni.

„Ég er mjög hlynntur hörðu inngripi þegar veiran blossar upp en þá verða afléttingar einnig að vera í takt við innanlandssmit utan sóttkvíar. Ef að ég tek mitt starf sem handboltamarkmaður sem dæmi þá má ég ekki láta kasta í mig bolta af 6-10 m. fjarlægð og eins mega leikmenn ekki senda bolta á milli sín. Við fengum þær upplýsingar í síðustu bylgju að litlar sem engar líkur væri á því að smitast í gegnum snertingu á bolta og veit ég ekki hvað hefur breyst síðan þá.“

„Hvað hefur breyst síðan þá?“

Björgvin hefur áhyggjur af framhaldinu því með þessu áframhaldi sér hann og annað íþróttafólk ekki fram á að geta klárað tímabilið sitt. „Svona staða gerir það að verkum að við getum ekki undirbúið okkur til þess að geta farið af stað þegar verður búið að aflétta.“

Þá segir handboltamaðurinn að þetta snúist ekki bara um boltaleik heldur snýst þetta um að halda íþróttum landsins á lífi. „Styðja við afreksfólkið okkar sem að eru einnig fyrirmyndir barnanana okkar og fólkið sem að gleður okkur heima í stofu í gegnum sjónvarpið. Ég er ekki að fara fram á að við getum byrjað að spila fyrir fullu húsi af fólki á morgun heldur einungis að það sé einhver taktur í því þegar kemur að afléttingum. Veit að það kostar hellings vinnu fyrir okkar besta að vinna úr öllum undanþágum en nú eru þau bara stödd á sínum stórmóti og þurfa að halda út og geta svo tekið góða hvíld þegar þeirra HM er búið,“ segir hann.

„Með þessum hörðu aðgerðum og engum afléttingum og engum undanþágum eru þau að auka líkurnar á því að fólk fylgi ekki fyrirmælum og hefur Þórólfur til að mynda oft talað um það. Hvað hefur breyst síðan þá?“

„Höldum áfram að berjast!“

Að lokum talar Björgvin um sóttkvíarhótelið á Þórunnartúni sem hefur heldur betur verið mikið í umræðunni undanfarna daga. „Þegar kemur að þessu blessaða sóttkvíarhóteli þá skal ég glaður henda mér í 5 daga sóttkvíarhótel með mín 4 börn ef að það gerir það að verkum að flestir í landinu geti mætt til vinnu, að börn geti mætt í skóla og að íþróttir landsins fái að blómstra. En öll þau 97 innanlandssmit sem greinst hafa undanfarnar vikur tengjast smitleka á landamærum.“

Hann botnar færsluna með hvatningarorðum til yfirvalda en segir að þó svo að hann styðji við þríeykið og ráðherra þá eigi samt að gagnrýna alla. „Ég hef hingað til staðið þétt við bakið á þríeykinu og ráðherrum og mun gera það áfram. Í blíðu og stríðu… en þó er enginn hafinn yfir gagngrýni. Höldum áfram að berjast! Áfram Ísland!“

https://www.facebook.com/BjorgvinPallGustavsson/posts/298203698332076

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“