fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Fréttir

Ekið á hjólreiðamann í miðborginni – Flugslys og meint fíkniefnasala

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 05:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekið var á hjólreiðamann í Geirsgötu í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Hann kvartaði undan eymslum í baki og var fluttur á Bráðadeild.

Í Breiðholti var tilkynnt um sölu fíkniefna úr bifreið. Tveir menn voru handteknir er þeir voru að ganga frá bifreiðinni. Við leit í henni fundust ætluð fíkniefni í söluumbúðum.

Á athafnasvæði Fisfélagsins við Hólmsheiðarveg neyddist flugmaður fisvélar til að nauðlenda í gærkvöldi. Þegar vélin var komin í 300 feta hæð stöðvaðist mótor hennar og tókst flugmanninum ekki að endurræsa hann og neyddist því til að nauðlenda. Í lendingunni lenti vélin á steyptum kanti, valt og endaði á hvolfi. Flugmaðurinn kvartaði undan verk í fæti en farþega sakaði ekki.

Lögreglan hafði afskipti af ökumanni sem var sagður hafa ekið inn á Grafarholtsvelli.

Þrír ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gagnrýnir Sölva og Sögu fyrir viðtalið – „ Er sú framganga öll með miklum ólíkindum, ekki síst lögmannsins“

Gagnrýnir Sölva og Sögu fyrir viðtalið – „ Er sú framganga öll með miklum ólíkindum, ekki síst lögmannsins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dóttir Guðbjörns getur ekki tekið þátt í nýju metoo-bylgjunni vegna þess að hún er dáin – „Allt rifjast upp fyrir mér“

Dóttir Guðbjörns getur ekki tekið þátt í nýju metoo-bylgjunni vegna þess að hún er dáin – „Allt rifjast upp fyrir mér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólafur biðst afsökunar – „Ég skammast mín fyrir að hafa verið partur af vandamálinu“

Ólafur biðst afsökunar – „Ég skammast mín fyrir að hafa verið partur af vandamálinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ók á konu á reiðhjóli – Lögreglan leitar ökumannsins

Ók á konu á reiðhjóli – Lögreglan leitar ökumannsins