fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Hópsmit í Þorlákshöfn – Fjögur smit staðfest

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. apríl 2021 05:29

Þorlákshöfn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi var staðfest að fjórir hefðu greinst með kórónuveiruna í Þorlákshöfn. Um hópsmit er að ræða í samfélaginu og var enn verið að vinna úr sýnatökum í gærkvöldi að sögn Morgunblaðsins sem segist hafa heimildir fyrir þessu.

Haft er eftir Elliða Vignissyni, bæjarstjóri í Ölfusi, að enn sé verið að skoða málið og að staðfest hafi verið að um einhver smit sé að ræða en ekki sé um stóran hóp að ræða. „Miðað við reynsluna sem við höfum af undanförnum misserum er ljóst að nokkuð stór hópur þarf að fara í sóttkví. Þetta virðist þó vera afmarkað og við vonum að þetta nái ekki samfélagssmiti,“ er haft eftir honum.

Morgunblaðið segir að ekki liggi fyrir upplýsingar um hvort hinir smituðu hafi verið í sóttkví þegar þeir greindust. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vildi ekki tjá sig um málið í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið