fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Fréttir

Sjáðu viðtalið undarlega á Fox News um lögregluna og George Floyd málið – Hló eins og brjálæðingur af mótmælunum

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þáttastjórnandinn Tucker Carlson situr nú undir mikilli gagnrýni vegna framgöngu sinnar í þætti sínum á sjónvarpsstöðinni Fox News. Tucker Carlson, sem þykir einn sá allra íhaldssamasti á mjög svo íhaldssamri sjónvarpsstöð, var þar með lögreglumanninn fyrrverandi Ed Gavin í viðtali þar sem þeir ræddu almennt um stöðu lögreglunnar í Bandaríkjunum í kjölfar dómsins yfir Derek Chauvin, sem myrti George Floyd í maí í fyrra. Myndband náðist af lögreglumanninum liggja á hálsi Floyds með þeim afleiðingum að hann lést. Reiði almennings kveikti mótmælaöldu sem víða breyttust í óeirðir, raunar þær kostnaðarsömustu í sögu Bandaríkjanna.

„Hver vill vera lögreglumaður núna,“ var fyrsta spurnin Carlson til Gavin og má sjá að hún hreyfði við Gavin, enda ljóst hvert Carlson stefndi. Svör Gavins þóttu málefnaleg og yfirveguð og útskýrði hann meðal annars að hann hefði beitt líkamlegu valdi yfir 500 sinnum á ferli sínu án þess að viðkomandi missti meðvitund. Skýrt væri, sagði hann, að Chauvin hefði farið langt út fyrir valdbeitingarvald sitt. Þá sagði Gavin að efla þyrfti þjálfun lögreglumanna í Bandaríkjunum.

Carlson tók þessu illa, greip orðið af lögregluþjóninum, sló öllu saman upp í grín og hló svo kvikindislega að eigin brandara. Þegar Gavin reyndi svo að svara skotum þáttastjórnandans klippti hann á viðtalið og snéri sér að næsta máli á dagskrá. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna

Ráðuneytið telur gæludýrafrumvarp Ingu standast stjórnarskránna – Friðhelgi einkalífs og eigna
Fréttir
Í gær

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum

Krefjast nýs aðalfundar í Sósíalistaflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri

Segir orð sín hafa verið rangtúlkuð og hafa þyrlað upp moldviðri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík

Fyrsta greinin sem birtist í íslensku blaði eftir konu um misrétti kynjanna – Eptir unga stúlku í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“

Lögmaður segir fólk spá lítið í þetta við upphaf sambúðar: „Getur skipt sköpum að gengið sé rétt frá þessum hlutum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“

Guðmundur Andri rifjar upp hjartnæma sögu af mömmu sinni: „Munum það strákar. Þetta er dagur kvennanna sem við elskum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada

Trump sármóðgaður og slítur öllum viðræðum við Kanada