fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Örlagaríkur bíltúr ungrar konu endaði með ósköpum í nótt

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 09:00

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður sem stöðvaður var af lögreglu í nótt reyndust bæði undir áhrifum fíkniefna og áfengis, hafa ítrekað verið svipt ökuréttindum og hafa fíkniefni á sér. Var ökumaðurinn því handtekinn. Af lestri dagbókar lögreglu má ráða að hún hafi hreint út sagt ekki verið svo kát með það, því ofan á langan listann hér að ofan bættist þá brot gegn valdstjórninni. Einstaklingurinn er ung kona, að því er segir í dagbókinni, en atvikið átti sér stað í 108 Reykjavík.

Nóg virðist hafa verið að gera hjá lögreglunni í nótt og í gærkvöldi.

Ráðist var á mann á Granda um kvöldmatarleitið í gær. Þegar lögregla kom á vettvang var þar maður sem sagðist ekki geta stigið í fótinn og var því sjúkrabíll kallaður til. Árásarmaðurinn var á bak og burt, en fannst um þremur klukkustundum síðar.

Rétt eftir níu í gærkvöldi hafði lögreglan hendur í hári býsna stórtæks verkfæraþjófs. Þegar lögregla kom auga á manninn reyndist hann vera „hendurnar fullar“ af rafmagnsverkfæratöskum. Maðurinn viðurkenndi strax að hafa brotist inn í bíl og náð sér í þessi verkfæri þannig. Hann leiddi lögreglu að bílnum og eigandi verkfæranna var kvaddur á lögreglustöð þar sem hann vitjaði eigna sinna.

Þrír hið minnsta, til viðbótar við ungu konuna voru handteknir vegna ölvunar og/eða fíkniefnaaksturs í nótt.

Þá stöðvaði lögregla för ökumanns á hraðferð í Ártúnsbrekkunni. Maðurinn ók þar á 127 þar sem hámarkshraðinn er 60 km/klst. Maðurinn kvaðst vera orðinn of seinn í mat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“