fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Samherji krefst þess að Helgi Seljan fjalli ekki meira um fyrirtækið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 07:59

Helgi Seljan. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samherji hf. gerir athugasemdir við yfirlýsingu stjórnenda RÚV um úrskurð siðanefndar RÚV um ummæli Helga Seljans á samfélagsmiðlum um Samherja og málefni fyrirtækisins. Krefst Samherji þess að úrskurðurinn hafi áhrif og Helgi fjalli ekki frekar um málefni fyrirtækisins.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og fram hefur komið segir í yfirlýsingu stjórnenda RÚV að úrskurðurinn muni ekki hafa áhrif á störf Helga því ekkert hafi komið fram í honum um að Helgi hafi gerst brotlegur í starfi í lagalegum skilningi. Við þetta eru forsvarsmenn Samherja ekki sáttir og krefjast þess að hann fjalli ekki frekar um málefni fyrirtækisins. Þetta kemur fram í bréfi sem lögmaður Samherja sendi stjórn RÚV.

Morgunblaðið segir að í bréfinu sé bent á að samkvæmt úrskurði siðanefndarinnar hafi Helgi gerst sekur um hlutdrægni og „gengið lengra en sem nam því svigrúmi sem hann hafði til að deila fréttum og fylgja þeim eftir með gagnrýnum spurningum eða ummælum, sambærilegum þeim sem hann myndi viðhafa sem fréttamaður, jafnvel þó slíkt væri gert í eigin nafni.“

Segir í bréfinu að þessi brot séu alvarleg og ítrekuð og ef niðurstaða siðanefndar hafi engin áhrif á störf Helga hjá RÚV sé RÚV að segja að hægt sé að brjóta siðareglurnar að vild án þess að það hafi afleiðingar.

Krefst Samherji þess því að stjórn RÚV taki úrskurð siðanefndarinnar til sérstakrar athugunar svo slys sem þetta eigi sér ekki aftur stað. Einnig að stjórnin kanni hvort starfsmannaréttarleg viðurlög, eins og áminning, eigi við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“