fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Ekki enn búið að bólusetja starfsfólk Blóðbankans

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 08:00

Það er stundum erfitt að finna æð þegar blóð er tekið úr fólki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn er ekki búið að bólusetja starfsfólk Blóðbankans þrátt fyrir að það sé í framlínu heilbrigðisstarfsfólks. Ætlunin var að bólusetja hópinn, um 60 manns, fyrir tveimur vikum en tafir urðu á því þar sem hlé var gert á notkun bóluefnisins frá AstraZeneca.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. „Það sem við höfum haft hvað mestar áhyggjur af í faraldrinum er að starfsfólk sé frískt og geti sinnt sínum störfum. Við höfum verið gæfusöm hvað það varðar hingað til,“ sagði Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, í samtali við Fréttablaðið og sagði það vonbrigði að bólusetningarnar væru ekki komnar lengra á veg.

Hann sagði að starfsfólk Blóðbankans verði bólusett í næsta áfanga bólusetninga og að tilhlökkun ríki vegna þess þar sem starfsemi bankans sé viðkvæm og starfsfólkið þurfi að geta tekið á móti blóðgjöfum.

Í upphafi heimsfaraldursins voru uppi áhyggjur um að blóðgjafar myndu ekki skila sér í bankann en erlendis höfðu komið upp dæmi um 30 til 40% fækkun heimsókna blóðgjafa. Hér á landi var samdrátturinn 10% á síðasta ári. Þar sem mörgum valkvæðum aðgerðum var frestað fór forði bankans aldrei niður fyrir öryggismörk.

Sveinn sagði að með nýjum klínískum leiðbeiningum til heilbrigðisstarfsfólks hafi á skipulagðan hátt tekist að draga úr blóðnotkun á undanförnum árum. „Okkur hefur tekist að minnka notkunina um þriðjung á tíu árum. Blóð er dýrmæt afurð sem ber ekki að nota nema þörf sé á,“ er haft eftir honum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti