fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Katrín útskýrði fyrir þýskum blaðamanni af hverju baráttan gegn kórónuveirunni hefur gengið svo vel hér á landi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 06:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur sér vel að búa á fámennri en stórri eyju langt úti í Atlantshafi þegar barist er við heimsfaraldur á borð við þann sem nú geisar. En staðsetningin og fámennið er ekki eina ástæðan fyrir að nánast hvergi í Evrópu eru smit á hverja 100.000 íbúa færri en hér á landi. Þau eru nú 3,3 á hverja 100.000 íbúa samkvæmt tölum statista.com. Aðeins í Færeyjum, 1,9 á hverja 100.000 íbúa, og í Vatíkaninu (0 smit) eru þau færri. Samkvæmt tölum á vefsíðunni covid.is eru smit síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa 1,4 hvað varðar innanlandssmit og 4,9 hvað varðar smit á landamærunum.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi stöðuna og árangurinn við þýsku fréttastofuna dpa. „Barátta okkar við faraldurinn hefur gengið betur en við áttum von á,“ sagði hún.

Ísland hefur oft verið borið saman við Nýja-Sjáland en þar hefur einnig gengið vel að takast á við faraldurinn en landið er eyríki eins og Ísland og þar er hlutfall smita á hverja 100.000 íbúa raunar lægra en hér á landi. Eflaust hafa bæði löndin notið góðs af staðsetningu sinni úti í miðju hafi en Katrín benti á nokkra aðra þætti sem skýra góðan árangur hér á landi.

„Þetta er lykillinn að árangri: Auðvelt aðgengi að sýnatöku, smitrakning og aðferðafræði byggð á vísindum,“ sagði hún.

Að auki bendir dpa á að strangar reglur gildi á landamærunum þar sem fólk verði að framvísa niðurstöðu kórónuveiruprófs sem ekki mega vera eldri en 72 klukkustund. Það þurfi einnig að fara í sýnatöku á landamærunum, síðan í sóttkví og aftur í sýnatöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fá ekki meiri bætur vegna Suðurlandsskjálftans

Fá ekki meiri bætur vegna Suðurlandsskjálftans
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Móðir dæmd fyrir vanrækslu – Tæplega 3 ára sonurinn hljóp um gistiheimilið með glerfót af vínglasi í munninum

Móðir dæmd fyrir vanrækslu – Tæplega 3 ára sonurinn hljóp um gistiheimilið með glerfót af vínglasi í munninum
Fréttir
Í gær

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi

Róbert: Reykjavík eina höfuðborg Norðurlanda með alla borgarfulltrúa í fullu starfi
Fréttir
Í gær

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“
Fréttir
Í gær

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni

93 ára gamall maður handtekinn fyrir morð á eiginkonu sinni í Kaliforníu – Beið á bílastæði eftir lögreglunni
Fréttir
Í gær

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi

Nágranni frá helvíti býr enn í Bríetartúni – Tveir sjúkrabílar og fjórir lögreglubílar komu um síðustu helgi
Fréttir
Í gær

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“

Skoða ætti flugeldanotkun ofan í kjölinn æsingalaust – „Hátt í tugur hættulegra þungmálma sem eyðast ekki“
Fréttir
Í gær

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans

Óvíst hvort og hvenær hægt verður að sækja líkamsleifar Kjartans