fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Katrín útskýrði fyrir þýskum blaðamanni af hverju baráttan gegn kórónuveirunni hefur gengið svo vel hér á landi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 06:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur sér vel að búa á fámennri en stórri eyju langt úti í Atlantshafi þegar barist er við heimsfaraldur á borð við þann sem nú geisar. En staðsetningin og fámennið er ekki eina ástæðan fyrir að nánast hvergi í Evrópu eru smit á hverja 100.000 íbúa færri en hér á landi. Þau eru nú 3,3 á hverja 100.000 íbúa samkvæmt tölum statista.com. Aðeins í Færeyjum, 1,9 á hverja 100.000 íbúa, og í Vatíkaninu (0 smit) eru þau færri. Samkvæmt tölum á vefsíðunni covid.is eru smit síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa 1,4 hvað varðar innanlandssmit og 4,9 hvað varðar smit á landamærunum.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ræddi stöðuna og árangurinn við þýsku fréttastofuna dpa. „Barátta okkar við faraldurinn hefur gengið betur en við áttum von á,“ sagði hún.

Ísland hefur oft verið borið saman við Nýja-Sjáland en þar hefur einnig gengið vel að takast á við faraldurinn en landið er eyríki eins og Ísland og þar er hlutfall smita á hverja 100.000 íbúa raunar lægra en hér á landi. Eflaust hafa bæði löndin notið góðs af staðsetningu sinni úti í miðju hafi en Katrín benti á nokkra aðra þætti sem skýra góðan árangur hér á landi.

„Þetta er lykillinn að árangri: Auðvelt aðgengi að sýnatöku, smitrakning og aðferðafræði byggð á vísindum,“ sagði hún.

Að auki bendir dpa á að strangar reglur gildi á landamærunum þar sem fólk verði að framvísa niðurstöðu kórónuveiruprófs sem ekki mega vera eldri en 72 klukkustund. Það þurfi einnig að fara í sýnatöku á landamærunum, síðan í sóttkví og aftur í sýnatöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“