fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Danska lögreglan leitar að Freyju Egilsdóttur – Hvarf eftir vinnu á fimmtudaginn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. febrúar 2021 17:44

Freyja Egilsdóttir Mogensen. Mynd: Lögreglan á austur Jótlandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á austanverðu Jótlandi í Danmörku lýsti fyrir stundu eftir Freyju Egilsdóttur Mogensen. Hún er 43 ára af íslenskum ættum. Hún hvarf á fimmtudagskvöld í síðustu viku eftir að hún lauk vinnu á dvalarheimili aldraðra í Odder.

Danskir fjölmiðlar skýra frá þessu. Fram kemur að lögreglan hafi upplýsingar um að Freyja hafi hugsanlega farið með lest frá Malling síðasta föstudag um klukkan 08.30. Á laugardaginn fékk vinnuveitandi hennar sms úr síma hennar þar sem hún tilkynnti veikindi. Síðan hefur engin heyrt frá henni og í morgun var lögreglunni tilkynnt að hennar væri saknað.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að Freyja sé 165 sm á hæð, grönn með ljósbrúnt axlarsítt hár. Hún notar gleraugu.

Ekstra Bladet segir að lögreglan sé nú með „umfangsmikla leit“ í gangi og séu lögreglumenn að kanna með ferðir hennar á mörgum stöðum.

Lögreglan biður alla sem geta veitt upplýsingar um ferðir Freyju síðan á fimmtudagskvöld að hafa samband strax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum