Föstudagur 05.mars 2021
Fréttir

Þorsteinn segist ekki missa svefn yfir umfjöllun Kveiks um Samherja í gær

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 06:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segist ekki missa svefn yfir umfjöllun Kveiks um Samherja í gærkvöldi. Í þættinum var fjallað um viðskipti Samherja í Namibíu og á Kýpur. Þorsteinn segir umfjöllunina vera áframhaldandi aðför RÚV að Samherja og starfsmönnum fyrirtækisins.

„Þetta er óhikað gert á sama hátt og þeir gerðu í seðlabankamálinu,“ hefur Morgunblaðið eftir Þorsteini í umfjöllun um málið í dag.

Í Kveik voru forsvarsmenn Samherja sagðir hafa svikið samstarfsfólk sitt í Namibíu sem þeir ráku útgerðina Arcticnam með. Þessi samstarfsmenn létu gera rannsókn á samstarfinu og í skýrslu um hana er fullyrt að Samherjamenn hafi dregið sér fjármuni með því að ofgreiða félögum Samherja eða þeim tengdum fyrir þjónustu.

Morgunblaðið hefur eftir Þorsteini að ekkert hafi komið fram sem ekki sé hægt að hrekja. Samherji hafi greitt verulega skatta til Íslands vegna skipa sem aldrei komu hingað til lands. Hann sagðist einnig nýlega hafa fengið skýrslu rannsakenda, sem voru ráðnir af fyrrum samstarfsmönnum Samherja í Namibíu, og sagði hann skýrsluna uppfulla af fyrirvörum. „RÚV hefur mikið af gögnum sem enginn annar hefur og sýndi okkur engin gögn,“ sagði hann.

Þorsteinn sagði að fullyrðingar um að fiskur hafi verið seldur á undirverði hafi verið settar fram með fyrirvara um að rannsakendur hafi ekki séð fisksölureikninga. „Það eru mjög margir fyrirvarar í þessari skýrslu sem við munum svara fyrir. Fyrirvörunum sér RÚV ekki ástæðu til að gera grein fyrir,“ sagði hann og bætti við: „Ég verð ekki andvaka yfir þessum þætti í nótt.“

Hvað varðar skýrslu sem Samherji lét gera um rannsókn á eigin starfsemi sagði Þorsteinn að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort hún verði gerð opinber á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Orð gærdagsins – Hvað er óróapúls?

Orð gærdagsins – Hvað er óróapúls?
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“
Fréttir
Í gær

Nálgunarbannsbrjótur reykspólaði sig í fang lögreglunnar á Suðurnesjum

Nálgunarbannsbrjótur reykspólaði sig í fang lögreglunnar á Suðurnesjum
Fréttir
Í gær

Ævintýralegur ferill íslenskrar konu í akstri undir áhrifum lyfja – Samandregnir augasteinar, titraði og var sljó

Ævintýralegur ferill íslenskrar konu í akstri undir áhrifum lyfja – Samandregnir augasteinar, titraði og var sljó
Fréttir
Í gær

Upplýsingafundur vegna yfirvofandi eldgoss

Upplýsingafundur vegna yfirvofandi eldgoss
Fréttir
Í gær

Mæla með að fólk sé undirbúið og taki saman öryggisbirgðir – „Þetta á alltaf við, maður á alltaf að vera tilbúinn í þrjá daga“

Mæla með að fólk sé undirbúið og taki saman öryggisbirgðir – „Þetta á alltaf við, maður á alltaf að vera tilbúinn í þrjá daga“
Fréttir
Í gær

Engin smit greind innanlands – Fjögur virk smit frá útlöndum

Engin smit greind innanlands – Fjögur virk smit frá útlöndum
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bílnúmeraplötum

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bílnúmeraplötum