fbpx
Laugardagur 21.maí 2022
Fréttir

Gífurlega beittur Gísli Marteinn skaut föstum skotum í gær – „Getur gleymt því að fá jólakort úr Valhöll“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 4. desember 2021 16:46

Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Marteinn Baldursson, fjölmiðlamaður, er nú líklega hvað þekktastur fyrir föstudagsþætti sína Vikan með Gísla Marteini en á árum áður var hann þekktur sem ein skærasta vonarstjarna í Sjálfstæðisflokknum og sat um árabil í borgarstjórn fyrir flokkinn. Hann lagði þó stjórnmálaskóna á hilluna árið 2013 og líklega ætti hann ekki afturkvæmt í sinn gamla flokk í dag, sérstaklega ekki eftir þáttinn hans í gær, en Gísli hefur líklega sjaldan verið jafn beittur í yfirferð sinni um fréttir vikunnar.

Fastur liður í þáttunum er að taka smá yfirferð yfir það helsta í fréttum vikunnar og þá með gamansömum undirtónum – enda skemmtiþáttur fyrir alla fjölskylduna. Hann skaut þó í gær óvenju föstum skotum sem flest Sjálfstæðismenn og viðraði einn tístari þá skoðun sína að líklega á Gísli ekki von á jólakorti frá Valhöll þetta árið.

Ímyndaðu þér að þú sért hælisleitandi

Gísli fór yfir þær breytingar sem urðu með nýrri ríkisstjórn sem voru umtalsverðar þrátt fyrir að sömu flokkar séu enn í meirihluta og á síðasta kjörtímabili.

„Tók ríkisstjórnin þó nokkrum breytingum. Ný ráðuneyti urðu til. Ráðherrum var fjölgað og hafa aldrei verið fleiri.“

Gísli sagði að stemningin við úthlutun embættanna hafi líklega verið í takt við það þegar spjallþáttadrottningin Oprah gefur gestum sínum gjafir.

„Og ef þú færð ekki ráðuneyti núna, þá færðu það bara seinna á kjörtímabilinu. Eins og Guðrún Hafsteinsdóttir sem verður dómsmálaráðherra eftir 18 mánuði. Það kann að virka löng bið Guðrún en ímyndaðu þér bara að þú sért hælisleitandi að telja niður þangað til Útlendingastofnun sparkar þér úr landi þá líður þetta eins og skot.“ 

En eins flestir vita þá mun Guðrún taka við innanríkisráðuneytinu af Jóni Gunnarssyni eftir 18. mánuði og þá fara með málefni Útlendingastofnunar meðan annars.

Lögfræðingur í iðnaðinn og iðnaðarmaður í dómsmálin

En skotum Gísla á Sjálfstæðisflokkinn lauk ekki þar. Næst var nýr innanríkisráðherra tekinn rækilega fyrir.

„En mesta athygli vöktu vistaskipti Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, sem er menntaður lögfræðingur, en hún fór úr dómsmálaráðuneytinu yfir í iðnaðarráðuneytið. En iðnaðarmaðurinn, Jón Gunnarsson, sem er málmsmiður, var settur í dómsmálaráðuneytið.“

Gísli benti á að Jóni bíða stór verkefni og spilaði brot úr stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á nýsettu þingi þar sem hún rakti að baráttan gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni yrði í forgangi hjá ríkisstjórninni sem og að bæta réttarstöðu brotaþola.

„Já markvisst unnið í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi og réttarstaða brotaþola verður bætt og hverjir eru betri til þess en þessir menn hér.“

Hér má sjá nokkur af þeim skjáskotum sem sýnd voru undir laginu Hraustir menn hjá Gísla í gær

Hraustir menn í mikilvæg mál

Þá sýndi Gísli skjáskot af fréttum um Jón Gunnarsson og aðstoðarmann hans, Brynjar Níelsson, þar sem þeir hafa verið á öndverðu við baráttufólk gegn kynferðislegu ofbeldi undir hinu fræga lagi – Hraustir menn.

„Já hér eftir mun dómsmálaráðuneytið heita: Hvað? Má ekkert lengur-ráðuneytið

Eina leiðin fyrir Jón til að gefa baráttufólki gegn kynbundnu ofbeldi enn stærra…..merki hefði verið að ráða Sigurð G. Guðjónsson sem aðstoðarmann líka. En það er svo sem ekki útséð með það Jón gæti vantaði bílstjóra.“

Næstur var Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, tekinn sérstaklega fyrir.

„En Brynjar Níelsson tilkynnti í vikunni að hann væri hættur á Facebook það kom þeim sem voru hissa þegar hann hætti á Facebook árið 2017 jafnmikið á óvart eins og þegar hann hætti við að hætta á Facebook árið 2018. Þetta er svolítið eins og hann sagðist vera hættur í stjórnmálum í vor eftir prófkjörið en hætti svo við að hætta og bauð sig fram, komst þá reyndar ekki að og sagðist þá algjörlega vera hættur að skipta sér að stjórnmálum sem entist s.s. í 20 mínútur.“

Gísli tók einnig fyrir Birgi Ármannsson, forseta Alþingis, og klúðrið við úthlutun sæta í þingsal á þriðjudaginn en hann þurfti að draga þrisvar eftir að hafa fyrst dregið kúlur úr röngum kassa og síðan vegna þess að ruglingur hafði orðið á kúlum í kassanum. Gísli Marteinn segir að líklega verði bið á því að Birgi ferði falið að sjá um bingó-kvöldin hjá Vinabæ og líklega hafi Birgir smitast af talningarröskun við rannsókn endurtalningarinnar í Norðvesturkjördæmi.

Að vanda létu margir uppi skoðanir sínar á þættinum undir myllumerkinu #Vikan á Twitter. Má þar sjá að það lagðist nokkuð vel í áhorfendur hvað Gísli hafði brýnt spjótin vel fyrir kvöldið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heil dós af Thule léttöli fannst í maga þorsks – Sjáðu óhuggulegar myndir

Heil dós af Thule léttöli fannst í maga þorsks – Sjáðu óhuggulegar myndir
Fréttir
Í gær

Stjórnlaus hegðun mannsins á hvíta fyrirtækisbílnum – Dómurinn yfir Brynjari birtur

Stjórnlaus hegðun mannsins á hvíta fyrirtækisbílnum – Dómurinn yfir Brynjari birtur
Fréttir
Í gær

Tíu mæður lýsa „ófaglegum vinnubrögðum og hlutdrægni“ þessara matsmanna í forsjármálum og leita til Landlæknis

Tíu mæður lýsa „ófaglegum vinnubrögðum og hlutdrægni“ þessara matsmanna í forsjármálum og leita til Landlæknis
Fréttir
Í gær

Valdimar ekki fordæmdur á samfélagsmiðlum eftir atvikið í Nettó

Valdimar ekki fordæmdur á samfélagsmiðlum eftir atvikið í Nettó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hugverkafyrirtæki skortir sérfræðinga til starfa – Þurfa jafnvel að flytja starfsemi úr landi

Hugverkafyrirtæki skortir sérfræðinga til starfa – Þurfa jafnvel að flytja starfsemi úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Munu Rússar taka dauðarefsingar upp á nýjan leik? Mikill þrýstingur eftir uppgjöf hermannanna í Maríupól

Munu Rússar taka dauðarefsingar upp á nýjan leik? Mikill þrýstingur eftir uppgjöf hermannanna í Maríupól