fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

500 smita múrinn næstum rofinn – Kári segir viðbúið að þeim fjölgi enn frekar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 23. desember 2021 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 500 ný smit COVID-19 greindust hér á landi í gær, en um er að ræða langflest smit sem greinst hafa á einum degi hér frá upphafi faraldursins. RÚV greinir frá þessu, en opinberar tölur hafa ekki verið birtar á covid.is.

Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar sagði í samtali við fréttastofu RÚV að fyrirtæki hans hafi fengið 518 jákvæð sýni til raðgreiningar í dag, en öll jákvæð sýni séu nú send til þeirra meðal annars til að greina hvaða afbrigði veirunnar um ræðir.

Kári sagði að þessar tölur ættu ekki að koma á óvart miðað við stöðuna í dag þar sem veiran sé í veldisvexti og við því að búast smitum fjölgi enn frekar þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir sem tóku gildi á miðnætti.

Kári gagnrýnir jafnframt nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, fyrir að hafa fallist á að veita veitingamönnum og viðburðarhöldurum undanþágu frá hertu reglunum í dag.

Kári spáði því fyrr í vikunni að við færum að sjá upp í 600 smit á dag þrátt fyrir hertar aðgerðir.

Uppfært: 12:14 – Formlegar tölur um fjöldasmita hafa nú verið birtar og voru smit færri en greint er frá hér að ofan. 443 smit greindust innanlands en 51 á landamærum – alls 494 smit sem rauf ekki 500-múrinn líkt og upphaflega sagði í fyrirsögn. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað