fbpx
Sunnudagur 27.nóvember 2022
Fréttir

Lögmenn geta fengið áminningar felldar úr gildi með málshöfðun – Segir Lögmannafélagið þurfa vopn sem bítur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaður einn, sem var áminntur af Lögmannafélagi Íslands (LMFÍ) í kjölfar kæru hefur stefnt þeim einstaklingi sem kærði hann til úrskurðarnefndar LMFÍ fyrir dóm. Lögmaðurinn var áminntur í tengslum við innheimtustarfsemi sem á að vera undir eftirliti LMFÍ.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að hætt sé við að áminning lögmannsins falli úr gildi þar sem kærandinn hefur hvorki bolmagn né vilja til að verja úrskurðinn fyrir dómi. Samkvæmt núgildandi reglum þá er það hlutverk kærenda að verja áminninguna fyrir dómi og standa straum af kostnaði við málareksturinn. LMFÍ hefur enga aðkomu að slíkum málum. Ef kærandi heldur ekki uppi vörnum fyrir dómi er hætt við að áminning lögmannsins verði felld úr gildi.

Fréttablaðið hefur eftir Ingimari Ingasyni, framkvæmdastjóra LMFÍ, að öðru hvoru skjóti lögmenn, sem una ekki úrskurði úrskurðarnefndarinnar, niðurstöðum hennar til dómstóla. Þar sem LMFÍ sé ekki málsaðili geti félagið ekki tekið til varna. Hann segir að félagið hafi kallað eftir breytingum á gildandi lagaumhverfi vegna skorts á skýrari valdheimildum og viðurlögum, álíka og þeim sem Fjármálaeftirlitið hefur samkvæmt ákvæðum innheimtulaga.

Einar Gautur Steingrímsson, lögmaður, sagði að Lögmannafélagið þurfi að fá vopn sem bíti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Svanberg tekur við sem framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar

Jón Svanberg tekur við sem framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Játar að hafa rifið upp hurðina á bíl barnsmóður sinnar og beitt hana ofbeldi

Játar að hafa rifið upp hurðina á bíl barnsmóður sinnar og beitt hana ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómur hefur úrskurðað að barnsfaðir Eddu geti tekið synina – „Við ætlum ekki að tapa trúnni á réttlæti fyrir börnin okkar“

Héraðsdómur hefur úrskurðað að barnsfaðir Eddu geti tekið synina – „Við ætlum ekki að tapa trúnni á réttlæti fyrir börnin okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn elskaðasti köttur landsins slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl

Einn elskaðasti köttur landsins slasaður eftir að hafa orðið fyrir bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar Þór segir ástandið á Skagaströnd stórhættulegt – „Ég hugsa hvort Veðurstofunni sé alveg sama um norðvestan hornið?“

Gunnar Þór segir ástandið á Skagaströnd stórhættulegt – „Ég hugsa hvort Veðurstofunni sé alveg sama um norðvestan hornið?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strætó nánast ógjaldfært og skipta þarf út Klapp-skönnum – Gagnrýnir Dag borgarstjóra fyrir að mæta ekki á mikilvægan fund um stöðuna

Strætó nánast ógjaldfært og skipta þarf út Klapp-skönnum – Gagnrýnir Dag borgarstjóra fyrir að mæta ekki á mikilvægan fund um stöðuna