fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Grímuklæddur maður sem heyrði raddir réðst inn á KFC í Sundagörðum og mundaði tvo stóra búrhnífa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 16. nóvember 2021 15:47

Skjáskot af Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var felldur í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur yfir manni sem ákærður var fyrir að hafa komið inn á KFC í Sundagörðum 2 í Reykjavík, grímuklæddur og vopnaður tveimur stórum búrhnífum, hafa ógnað starfsstúlku á staðnum og krafið hana um að opna kassann. Þegar stúlkan sagðist ekki geta það reyndi maðurinn sjálfur að opna kassann með hnífi en það tókst ekki og hvarf hann þá burtu af vettvangi.

Atvikið átti sér stað í janúar á þessu ári. Auk ákæru um þennan verknað var maðurinn ákærður fyrir fjölda annarra brota, meðal annars fyrir þjófnað úr versluninni Sports Direct.

Í vitnaleiðslum fyrir dómi kom fram að maðurinn glímdi við geðræn vandamál á þessum tíma sem afleiðingu af fíkniefnaneyslu. Var hann haldinn ranghugmyndum og ofskynjunum, heyrði raddir. Vandamál hans hófust er hann missti vinnuna árið 2019. Leiddist hann út í mikla áfengis- og vímuefnaneyslu og var mjög illa haldinn árið 2020 og fram á þetta ár.

Maðurinn kvaðst ekki vera ofbeldisfullur að eðlisfari og hafa leitað sér hjálpar vegna geðrænna vandamála sinna og neysluvandamála. Játaði hann brot sín skýlaust fyrir dómi.

Var maðurinn dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann er hins vegar sviptur ökurétti ævilangt en alvarleg umferðarlagabrot voru í ákærunni gegn honum.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“