fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Rakel Þorbergs hættir á RUV eftir 22 ár

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 13:35

Rakel Þorbergsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rakel Þorbergsdóttir hefur sagt upp störfum sem fréttastjóri RUV. Starfsmönnum RUV var tilkynnt um þetta nú rétt í þessu.

Í tölvupósti frá Stefáni Eiríkssyni, útvarpsstjóra, kemur fram að hún muni láta af störfum frá og með næstu áramótum og mun hverfa til annarra starfa. Rakel hefur starfað á RUV í 22 ár, en gegnt stöðu fréttastjóra frá 2014, í rúm sjö ár.

„Rakel hefur leitt frétta­stof­una und­an­farin ár af mik­illi fag­mennsku og öryggi og fest hana í sessi sem þann frétta­miðil sem fólk ber mest traust til. Hún hefur sýnt fram­sýni í störfum sínum og lagt mik­il­vægan grunn undir starf­semi frétta­stof­unnar til næstu ára. Fyrir hönd RÚV færi ég henni hlýjar kveðjur og þakkir fyrir hennar mik­il­væga fram­lag og frá­bæru störf á liðnum árum og óska henni alls hins besta í fram­tíð­inni,“ sagði Stefán jafnframt í pósti sínum.

Heiðar Örn Sigurfinnsson mun gegna starfi fréttastjóra þar til auglýst verður eftir arftaka Rakelar á nýju ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“
Fréttir
Í gær

Trump sendir þjóðvarðliða inn í Washington DC og tekur yfir lögregluna

Trump sendir þjóðvarðliða inn í Washington DC og tekur yfir lögregluna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“