fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ásgerður gífurlega þakklát – Jólunum bjargað annað árið í röð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. október 2021 20:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgerður Jóna, stofnandi og formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, þakkar Kaupfélagi Skagfirðinga fyrir að „bjarga jólunum annað árið í röð.“

Í fréttatilkynningu frá Ásgerði sem ber yfirskriftina – „Kaupfélag Skagfirðinga bjargar jólunum annað árið í röð“- greinir Ásgerður frá því að Fjölskylduhjálp hafi borist „gríðarlega rausnarleg aðstoð“ frá Kaupfélagi Skagfirðinga, annað árið í röð. Með þessum stuðningi muni Fjölskylduhjálp ná að aðstoða þúsundir í nóvember og desember.

„Kaupfélag Skagfirðinga hefur nú, annað árið í röð, rétt fram hjálparhönd til þeirra þúsunda sem lifa við skort á Íslandi,“ segir í tilkynningu. „Barnafjölskyldum, öryrkjum, atvinnulausum og elri borgurum eru skammtaðar upphæðir sem festa þessa hópa í fátækragildru, sem leiðir af sér varanlegan skaða á bæði andlegri og líkamlegri heilsu þessa hóps.“

Í tilkynningu segir að samstarf Fjölskylduhjálpar og Kaupfélagsins hefjist 1. nóvember og verða tvær úthlutanir í hverri viku fram að jólum.

„Fjölskylduhjálp Íslands mun með stuðningi Kaupfélagsins ná að aðstoða þúsundir í nóvember og desember.

Samstarfið mun hefjast 1. nóvember næstkomandi og mun standa fram að áramótum. Fjölskylduhjálp Íslands mun vera með tvær úthlutanir í hverri viku fram að jólum og mun stuðningur KS gera gæfumuninn fyrir þær þúsundir sem annars gætu ekki haldið jólin eins og hefð er fyrir hér á landi.

Fjárráð þessa hóps leyfa ekki mikið þó jólin séu á næsta leiti og erum við því mjög þakklát Kaupfélagi Skagfirðinga fyrir þessa gríðarlega rausnarlegu aðstoð sem innifelur allt það besta sem til hátíðarbrigða er borið á borð yfir hátíðarnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu