fbpx
Sunnudagur 28.nóvember 2021
Fréttir

Sex ára stúlka sagði föður sínum frá kynferðisbroti stjúpafa síns

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 15. október 2021 17:00

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir manni sem braut gegn sex ára barnabarni sambýliskonu sinnar árið 2019. Stúlkan hafði lýst brotum mannsins fyrir föður sínum en hann lét hana meðal annars snerta kynfæri sín.

Í dómi Héraðsdóms sem féll í málinu í fyrra sagði meðal annars:

 „Með bréfi Barnaverndar Reykjavíkur dags. 24. júní 2019 var sett fram beiðni til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um rannsókn á meintu kynferðisofbeldi ákærða gegn brotaþola A sem fædd er árið 2013 en ákærði var sambýlismaður ömmu brotaþola. Í bréfinu segir að stúlkan hafi greint foreldrum sínum frá því að ákærði, sem stúlkan kallaði afa, hafi sýnt henni typpið á sér í nokkur skipti og látið hana snerta það. Stúlkan hafi verið að […] í […] […] 2019 og meitt sig. Þegar faðir hennar hafi verið að hlúa að henni hafi hún sagt honum að hún hafi snert typpið á X afa sínum. Stúlkan hafi sagt að afi kallaði alltaf á hana þegar hann væri að skipta um föt og léti hana þá snerta typpið á sér og gera ,,upp og niður.“ Stúlkan sagði föður sínum að þetta hefði gerst oftar en einu sinni en hún héldi að amma sín vissi ekki af þessu. Stúlkan bað föður sinn að segja ekki X afa frá þessu því þá yrði hann leiður.“

Foreldrar stúlkunnar gáfu skýrslu hjá lögreglu vegna málsins sumarið 2019. Sama dag var maðurinn handtekinn og segir svo frá því í dómnum:

„Við handtökuna var honum kynnt að hann væri grunaður um kynferðisbrot og síðan var hann færður til skýrslutöku á lögreglustöð. Á leiðinni þangað sagði hann að hann hafi verið að passa barnabörnin og hann velti því fyrir sér hvort það gæti verið að hann hafi farið yfir einhver mörk gagnvart þeim án þess að gera sér grein fyrir því. Við skýrslutöku þann sama dag neitaði ákærði sök hvað varðaði ætlað brot hans gegn stúlkunni og gat engar skýringar gefið á því hvers vegna stúlkan segði það sem hún sagði um ætluð brot hans.“

Barnið hefði ekki getað spunnið þetta upp

Stúlkan var yfirheyrð vegna málsins í Barnahúsi. Hún þótti lýsa atvikum með þeim hætti að sex ára gamalt barn gæti ekki spunnið slíkt upp. Ennfremur þótti framburður foreldra hennar vera trúverðugur.

Stjúpafinn neitaði sök og áfrýjaði málinu. Hann áfrýjaði einnig sakfellingu varðandi vörslu barnakláms. Slíkt efni fannst í fórum hans. Hann viðurkenndi að hann horfði á klám og einstaka sinnum birtust myndir af ungum stúlkum við slíka skoðun en hann eyddi þeim jafnharðan. Nákvæm skoðun á tölvutækjum hans þótti leiða hið gagnstæða í ljós.

Fangelsisdómur þyngdur

Í héraði var maðurinn dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi og til greiðslu miskabóta upp á 1,5 milljónir króna. Niðurstaða héraðsdóms um miskabæturnar var óröskuð af hálfu Landsréttar en Landsréttur þyngdi aftur á móti fangelsisrefsingu mannsins upp í þrjú ár.

 

Dóma Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Meint vínbúð á Granda vekur mikla reiði hjá miðborgarbúum – „Ég er brjáluð“ – „Er að senda kvörtunarbréf núna“

Meint vínbúð á Granda vekur mikla reiði hjá miðborgarbúum – „Ég er brjáluð“ – „Er að senda kvörtunarbréf núna“
Fréttir
Í gær

Trylltur dóptúr endaði með ósköpum í Hafnarfirði – Sagður hafa hent gasgrilli í lögregluna

Trylltur dóptúr endaði með ósköpum í Hafnarfirði – Sagður hafa hent gasgrilli í lögregluna
Fréttir
Í gær

Hrottalegt ofbeldismál skekur Suðurnesin – Sagður hafa lamið dætur með belti og skóm – „Móðir þeirra reynir stundum að hjálpa en þá lemur hann hana líka“

Hrottalegt ofbeldismál skekur Suðurnesin – Sagður hafa lamið dætur með belti og skóm – „Móðir þeirra reynir stundum að hjálpa en þá lemur hann hana líka“
Fréttir
Í gær

Móðir Magnúsar heitins segir Baldur sverta minningu sonar síns – „Ég var úti í búð og sá þar andlitið á honum í öllum hillum“

Móðir Magnúsar heitins segir Baldur sverta minningu sonar síns – „Ég var úti í búð og sá þar andlitið á honum í öllum hillum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur segir marga hafa móðgast – „Mér var hótað lífláti og að konunni minni yrði nauðgað“

Þorgrímur segir marga hafa móðgast – „Mér var hótað lífláti og að konunni minni yrði nauðgað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ábúendur á Lágafelli segjast dregnir að ósekju inn í sorlega fréttaumfjöllun – „Einfalt er að búa sögu sem á engan vegin við rök að styðjast“

Ábúendur á Lágafelli segjast dregnir að ósekju inn í sorlega fréttaumfjöllun – „Einfalt er að búa sögu sem á engan vegin við rök að styðjast“