fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Spurning blaðamanns Morgunblaðsins harðlega gagnrýnd – „Hann er að kyngera barn undir lögaldri“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. október 2021 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir er kannski aðeins fimmtán ára gömul, en hún gerði sér lítið fyrir og setti nýtt Íslandsmet í snörun á heimsmeistaramóti undir 17 ára um helgina sem haldið var um helgina auk þess sem hún stóð sig eins og hetja í öðrum greinum mótsins.

Mbl.is birti í kjölfarið viðtal við Úlfhildi. Hins vegar virðist blaðamanni hafa brugðist listin í fyrirsagnavali ef marka má viðbrögð Netverja.

Fyrirsögnin var upprunalega „Auðvitað er glápt á mann í sturtu“ en henni var síðar breytt yfir í „Auðvitað er alltaf glppt á mann“.

Netverjar telja margir að fyrirsögnin sé gífurlega óviðeigandi, í fyrsta lagi því hún gefi ekkert til kynna um stórmerkan árangur Úlfhildar og í öðru lagi að áhersla sé lögð á sturtuferðir 16 ára ólögráða stúlku.

Fyrirsögnin er fengin úr hluta viðtalsins sem hljóðar svona:

„Hvað segja þá hinar stelurnar, er ekkert verið að glápa í laumi á svona hrikalegar valkyrjur í sturtuklefanum?

Úlfhildur tekur andköf af hlátri „Jú, auðvitað er alltaf glápt á mann, „vá, þú ert svo mössuð!“ segja stelpurnar,“ og lái þeim hver sem vill, en eins og sjá má af myndum á þessu viðtali er vöðvamassi Úlfhildar töluvert meiri en meðalkonu.“

Einn netverji bendir á líklega yrði slík fyrirsögn aldrei fyrir valinu ef viðtal væri við karlkyns íþróttamann.

„Hvað er í gangi með þennan titil … um 17 ára stelpu sem keppti í ólympískum lyftingum? Og af hverju er verið að spyrja 17 ára stúlku um fólk að stara á hana í sturtuklefanum? Afsakið en myndi þetta gerast við hitt kynið?“

Netverjar taka margir undir þetta í athugasemdum.

„Hann er að kyngera barn undir lögaldri. Hann líka tekur fram að hún hafi farið að hlæja. POTTÞÉTT ÞVÍ ÞETTA VAR ÓÞÆGILEGT,“ skrifar einn.

„Hún er kvk og þar með er íþróttamennskan aukaatriði og útlitið aðalatriðið,“ bætir Hulda B. Waage, kraftlyftingakona við.

„Þessi spurning kom upp því hann var að ímynda sér þessar aðstæður og vildi vita meira. Fkn weird. Sry en ef þú ert með barnagirnd þá eru til heilbrigðari leiðir til að uppfylla þessar þarfir,“ skrifar annar netverji.

Baráttukonan hrausta Edda Falak bendir einnig á fyrirsögnina.

„Úlfhildur setti nýtt Íslandsmet í snörun“ hefði sæmilega gengið sem fyrirsögn,“ skrifar hún og bætir við: „Og leyfið mér aðeins að undirstrika hversu í alvöru sturluð þessi fyrirsögn er: Úlfhildur er top10 sterkasta 16 ára stelpa í HEIMI“

Kraftlyftingakonan Þorbjörg Matthíasdóttir vekur einnig athygli á fyrirsögninni og furðar sig á þessu vali.

Þorbjörg bendir einnig á að blaðamaður virðist ekki þekkja muninn á kraftlyftingum og ólympískum lyftingum.

„Nei – ég gefst upp. MANNESKJAN VAR AÐ KEPPA Í ÓLYMPÍSKUM EN EKKI KRAFTLYFTINGUM“

Kraftlyftingakonan Ellen Ýr Jónsdóttir tekur undir með Þorbjörgu.

„Oly eða power… skiptir engu, er hún ekki örugglega mössuð og glápt á hana í sturtunni?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki