fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Orkubúið ætlaði að loka fyrir rafmagn til Kampa – Skuldin sögð nema tugum milljóna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 07:59

Rækjuverksmiðjan Kampi er á Ísafirði. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orkubú Vestfjarða hugðist loka fyrir rafmagn til rækjuverksmiðjunnar Kampa á Ísafirði eftir að fyrirtækið hætti að greiða af skuld sinn. Morgunblaðið skýrir frá þessu og fékk þetta staðfest hjá Elíasi Jónatanssyni, Orkubússtjóra. Blaðið segist hafa heimildir fyrir að skuldin hafi numið tugum milljóna en Elías vildi ekki tjá sig um það.

Rækjuvinnslan fékk greiðslustöðvun til þriggja vikna í síðustu viku eftir að í ljós kom að fjárhagsstaða fyrirtækisins var allt önnur en fram kom í ársreikningi en hún er sögð vera hundruðum milljóna króna verri.

Jón Guðbjartsson, stjórnarformaður Kampa, hefur sagt að þetta megi allt rekja til eins stjórnanda hjá fyrirtækinu en sá hefur látið af störfum hjá fyrirtækinu og í gær var honum vísað úr stjórn fyrirtækisins.

Morgunblaðið hefur eftir Elíasi að skuld Kampa sé að hluta til gömul. Hún hafi farið lækkandi á síðasta ári eða þar til síðari hluta ársins þegar seig á ógæfuhliðina. „Þá hætta að berast reglulegar greiðslur, en fram að því höfðu plön félagsins verið trúverðug. Þetta var komið þangað að við ætluðum að loka á rafmagnið til þeirra,“ er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim