fbpx
Þriðjudagur 30.desember 2025
Fréttir

Ók á tvær bifreiðar og hljóp síðan á brott – Handteknir vegna líkamsárásar

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. janúar 2021 05:24

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um klukkan 17 í gær ók sami ökumaðurinn á tvær bifreiðar. Aðra í Bústaðahverfi en hina í Breiðholti. Eftir síðari ákeyrsluna hljóp hann á brott. Bifreið sína skildi hann eftir á vettvangi og er hún mikið skemmd. Ekki urðu slys á fólki. Málið er í rannsókn.

Á fyrsta tímanum í nótt voru þrír menn handteknir í miðborginni, grunaðir um líkamsárás og vörslu fíkniefna. Þeir voru vistaðir í fangageymslu. Fórnarlamb árásarinnar var flutt til aðhlynningar á bráðadeild og verður síðan vistað í fangageymslu.

Á sjötta tímanum í gær voru karl og kona handtekin í íbúð í miðborginni. Þau eru grunuð um vörslu/sölu fíkniefna og brot á lyfja- og vopnalögum. Þau voru vistuð í fangageymslu.

Á öðrum tímanum í nótt hafði lögreglan afskipti af manni sem hafði reynt að stela mat og snyrtivörum úr verslun í Bústaðahverfi.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Rekinn frá Liverpool
Fréttir
Í gær

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla
Fréttir
Í gær

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Í gær

Leigði ferðamanni tjónaðan bíl og lét hann borga viðgerð

Leigði ferðamanni tjónaðan bíl og lét hann borga viðgerð
Fréttir
Í gær

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakamál ársins III: Mannslát á Kársnesi, lögmaður í einangrun, kynferðisbrot gegn börnum, nauðgari handtekinn á Heimildinni

Sakamál ársins III: Mannslát á Kársnesi, lögmaður í einangrun, kynferðisbrot gegn börnum, nauðgari handtekinn á Heimildinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“