fbpx
Föstudagur 23.júlí 2021
Fréttir

Myndband af hrottalegum slagsmálum við Pizzuna – Brotin rúða og hágrátandi börn – Möguleg tenging við árásina í dag

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 21:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Hólagarði fóru fram hópslagsmál í dag en sjónarvottar segja tvo menn hafa verið að slást en einnig að þeir hafi ógnað ungmennum sem voru á svæðinu. Fréttablaðið greindi frá málinu og ræddi við vitni að slagsmálunum. „Við heyrðum börn gráta og sáum tvo menn takast á, annar þeirra virtist vera reyna að slást við börnin sem voru mjög skelkuð,“ sagði starfsmaður Afrozone í samtali við Fréttablaðið um málið.

DV fékk sent myndband af hópslagsmálunum sem eru vægast sagt hrottaleg. Sjá má nokkra aðila takast harkalega á, einn hrindir öðrum upp að rúðu á skyndibitastaðnum Pizzunni með þeim afleiðingum að rúðan brotnar. Þá má heyra börn gráta hástöfum vegna slagsmálanna en eins og áður segir var einhverjum börnum einnig ógnað. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Samkvæmt heimildum DV telur lögreglan að tengsl séu á milli árásanna í Borgarholtsskóla sem fóru fram í dag og þessarar við Hólagarð. Lögreglan var kölluð út vegna slagsmálanna í Hólagarði en samkvæmt vitnum Fréttablaðsins var allt búið þegar lögreglan mætti á svæðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Starfsfólk Landspítala með tengsl við LungA fari strax í skimun

Starfsfólk Landspítala með tengsl við LungA fari strax í skimun
Fréttir
Í gær

Búist við slæmum skelli í fjölgun smita – Víðir er áhyggjufullur – „Harðar aðgerðir í skamman tíma virka best“

Búist við slæmum skelli í fjölgun smita – Víðir er áhyggjufullur – „Harðar aðgerðir í skamman tíma virka best“
Fréttir
Í gær

Björn Ingi telur óhjákvæmilegt að útihátíðir verði blásnar af

Björn Ingi telur óhjákvæmilegt að útihátíðir verði blásnar af
Fréttir
Í gær

Svona er staðan á Landspítalanum vegna Covid-19

Svona er staðan á Landspítalanum vegna Covid-19
Fréttir
Í gær

Kári segir að það megi alveg aflýsa Þjóðhátíð

Kári segir að það megi alveg aflýsa Þjóðhátíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Byrjað að blása útihátíðir af – Flúðir fyrstar að fjúka

Byrjað að blása útihátíðir af – Flúðir fyrstar að fjúka