fbpx
Miðvikudagur 20.janúar 2021
Fréttir

Lekamál geta skapað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra hættu – Grafalvarlegt segir formaður Landsambands Lögreglumanna

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 10. janúar 2021 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef ekki séð þessi gögn sjálfur og veit í raun ekkert meira en kom fram í fréttum í gær,“ segir Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna þegar DV bar undir hann lögreglugögnin sem komin eru í dreifingu á netinu og varða rannsókn á meintri spillingu innan lögreglunnar frá árinu 2016. Hann segir að það sé þó ótvírætt  að lekar sem tengjast skýrslum lögreglunnar sé grafalvarlegt mál. „Ef þetta eru innri gögn lögreglu er grafalvarlegt að þau séu komin í umferð. Það er klárt í að við förum í að skoða þetta og meta hvað er þarna á ferð.“

Gögnin sem um ræðir eru þrír gagnapakkar sem fjölmiðlar fengu senda á föstudag ásamt því sem gögnunum var hlaðið upp á Bland.is Í gögnunum eru fjöldinn allur af lögreglumönnum nafngreindir og haft eftir þeim hvort þeir meti ákveðna einstakling sem tengdur er undirheimunum hættulegan og hvert eðli sambands þeirra sé við viðkomandi.

Snorri ítrekar að hann sé ekki búin að kynna sér gögnin en almennt geti slíkir lekar skapað lögreglumönnum hættu. „Þetta getur klárlega skapað mönnum hættu og ekki bara lögreglumönnunum sjálfum heldur fjölskyldum þeirra og eignum. Við hjá Landssambandinu höfum lengi talað fyrir því að í opinberum gögnum sé hætt að nafngreina lögreglumenn og nota frekar lögreglunúmer og þá er ekkert mál að fletta þeim upp ef þurfa þykir. “ Snorri segir slíkan þröskuld geta haft mikið að segja fyrir öryggi lögreglumanna enda hafi almenningur ekki aðgengi að lögreglunúmerum starfsfólks.

„Gagnvart ráðuneytinu og dómstólum væri þá ekki verið að gefa skýrslu nema eingöngu undir lögreglunúmeri. Staðan í dag er sú að við erum enn að koma fyrir dómstóla og byrjum að að segja nafn og kennitölu.“

Aðspurður um hvort stórtækur leki líkt og hér á við geti rýrt traust lögreglumanna til innraeftirlitsins þar sem skýrslurnar sem hér á við snúa að rannsóknum á meintum brotum lögreglumanna í starfi segir Snorri að það sé ekki ósennilegt.

„Við munum kynna okkur þetta mál og láta frá okkur heyra hvað Lögreglusambandið hyggst gera,“ segir Snorri.

Ljóst er að upplýsingarnar í gögnunum geta komið mörgum þeim sem þar eru nafngreindir afar illa. En meðal þess sem kemur fram er eftirfarandi sem kom fram í vitnisburði einum er í gögnunum greinir frá:

„Hann sagðist hafa þekkt [upplýsingagjafa] tvöfalt eða þrefalt lengur en Y hefur gert, hann hafi verið með honum í X-skóla. […] X sagði að hann yrði að taka það fram að [upplýsingagjafi] væri af verstu sort, hann væri búinn að þekkja hann síðan hann var 14 ára og [upplýsingagjafi] myndi aldrei draga undan neinu ef það yrði honum til tekna”

Sjá einnig: Trúnaðargögnum lekið frá lögreglunni – Gögn úr spillingarrannsókn opinberuð

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eldur í bíl og rúðubrot í miðborginni

Eldur í bíl og rúðubrot í miðborginni
Fréttir
Í gær

Zuistabræðurnir og pizzusalarnir sakaðir um stuld – „Vá þetta er svo í stíl við þessa svikahrappa“

Zuistabræðurnir og pizzusalarnir sakaðir um stuld – „Vá þetta er svo í stíl við þessa svikahrappa“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bíll með þrjá innanborðs í sjóinn í Ísafjarðardjúpi – „Þetta er mjög alvarlegt slys“ – UPPFÆRT

Bíll með þrjá innanborðs í sjóinn í Ísafjarðardjúpi – „Þetta er mjög alvarlegt slys“ – UPPFÆRT
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Til í launalækkun fyrir Guðna forseta

Orðið á götunni: Til í launalækkun fyrir Guðna forseta