fbpx
Þriðjudagur 30.nóvember 2021
Fréttir

Hótaði fyrrverandi að senda viðkvæmar myndir af henni til vinnuveitanda hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 18. september 2021 12:47

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í gær dóm héraðsdóms yfir manni sem sakfelldur var fyrir að hóta fyrrverandi sambýliskonu sinni því að senda vinnuveitanda hennar myndir af henni fáklæddri „að reykja gras“ eins og stóð í hótuninni, en hótunarskilaboðin voru orðrétt eftirfarandi:

„[…] Eg á enn mjog goðar myndir og video af ter… td tar sem mu ert halfnskin ad reykja gras….. eg syni það a emailum […] þa erum vid kvitt […]“

Þessi hótun var talin varða við 233. grein almennra hegningarlaga sem er svohljóðandi:

„Hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum.“

Konan kærði manninn einnig fyrir líkamsárás en það mál var fellt niður vegna þess að það var talið fyrnt.

Maðurinn neitaði sök í málinu. Sagðist hann aldrei hafa sent myndirnar né ætlað að gera það, hins vegar hafi hann sent konunni skilaboðin til að sýna henni fram á tvískinnung hennar, þ.e. skilaboðin væru viðbragð við meintri hótun konunnar um að hún ætlaði að hlutast til um að börnin hans yrðu tekin frá honum vegna þess að hann hefði reykt maríhúana.

Konan sagði hótun mannsins hafa haft mikil áhrif á hana og hún óttaðist að hann léti verða af henni. Hún hefði því verið nauðbeygð til þess að ræða málið við yfirmenn sína. Framburð mannsins þess efnis að hún hefði hótað honum að koma því til leiðar að börn hans yrðu tekin af honum vegna þess að hann hefði reykt maríhúana sagði hún alrangan.

Maðurinn var fundinn sekur um ofangreint brot og fékk 45 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann var einnig dæmdur til að greiða konunni 300.000 krónur í miskabætur.

Maðurinn áfrýjaði dómnum til Landsréttar og krafðist sýknu. Konan krafðist hærri bóta, eða 800.000 krónur, sem var óbreytt krafa frá því réttað var í málinu fyrir héraðsdómi. Taldi hún hótunina hafa valdið sér veikindum en dómurinn taldi ósannað að hótunin væru orsakavaldur veikinda hennar.

Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms í málinu.

Dóm Landsréttar og héraðsdóms má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ók á skilti og stakk af og hótaði síðan lögreglumönnum eftir handtökuna

Ók á skilti og stakk af og hótaði síðan lögreglumönnum eftir handtökuna
Fréttir
Í gær

Ekið á ökumann rafhlaupahjóls – Ekið á gangandi vegfaranda

Ekið á ökumann rafhlaupahjóls – Ekið á gangandi vegfaranda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Fýla meðal Sjálfstæðismanna sem vildu heilbrigðismálin

Orðið á götunni: Fýla meðal Sjálfstæðismanna sem vildu heilbrigðismálin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágranninn sem montaði sig á laugardeginum, myrti dóttur sína á mánudeginum og framdi sjálfsvíg á þriðjudeginum

Nágranninn sem montaði sig á laugardeginum, myrti dóttur sína á mánudeginum og framdi sjálfsvíg á þriðjudeginum