fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Logi Bergmann segir loforðin vera of góð til að vera sönn – „Skyndi­lega er okk­ur sagt að allt í okk­ar dag­lega lífi sé svo glatað“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 12. september 2021 16:00

Logi Bergmann.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Logi Bergmann skrifaði pistil sem birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins þar sem hann fer yfir aðdraganda kosninganna og loforðin sem flokkarnir hafa látið streyma úr sér undanfarið. Hann líkir þessu við vin sinn sem spilar með honum golf í hverri viku. Sá vinur var fyrir nokkrum árum að vafra á netinu og fann kylfur sem hann langaði í.

Vinurinn var bláedrú þegar hann fann kylfurnar en hann sá að þær voru miklu ódýrari en í öllum búðum sem hann hafði farið í. „Hann sló til, keypti kylf­urn­ar og beið svo spennt­ur eft­ir að fá þær send­ar,“ segir Logi. „Það var mik­il til­hlökk­un þegar hann fór fyrsta hring­inn. Al­veg þar til hann sló fyrsta höggið og hluti af hausn­um hrökk af kylf­unni. Þá áttaði hann sig á þeirri gam­al­kunnu staðreynd að ef eitt­hvað hljóm­ar of vel til að vera satt þá er það senni­lega þannig.“

Logi segir að þessi vinur hans sé mjög klár og að hann sé yfirleitt afskaplega varkár. „Þegar hann fór að hugsa málið, sitj­andi yfir ónýt­um kylf­un­um, þá áttaði hann sig á því að hann hefði getað séð þetta allt fyr­ir. Ef hann hefði hugsað málið aðeins leng­ur þá hefði hann senni­lega áttað sig á því að það væri ólík­legt að ein­hver síða sem hann hefði ekki séð áður gæti selt vöru á lægra verði en all­ar golf­búðir heims­ins og senni­lega und­ir kostnaðar­verði.“

„Ef við kjós­um rétt þá för­um við bara öll hlæj­andi í heima­bank­ann“

Loga verður stundum hugsað til vinar síns fyrir kosningar. „Kosn­ingalof­orðin eru kom­in og skyndi­lega hafa all­ir fundið lausn­ir á öll­um heims­ins vanda­mál­um. Og það sem meira er: Það er allt ókeyp­is. Kannski ekki al­veg ókeyp­is en það er alltaf þannig að það er ein­hver ann­ar en þú sem er að fara að borga fyr­ir þetta,“ segir hann.

„Það er líka þannig að skyndi­lega er okk­ur sagt að allt í okk­ar dag­lega lífi sé svo glatað. Jafn­vel þótt mæl­ing­ar eft­ir mæl­ing­ar hjá alþjóðastofn­un­um segi okk­ur að hér sé allt í frek­ar góðum mál­um. En við ætl­um ekki að hlusta á þær núna. Hér er allt í steik og eina leiðin til að laga það er að kjósa flokka sem eru með lausn­irn­ar á hreinu.“

Logi segir flokkana ætla að eyða fá­tækt og biðlist­um, ná jafn­rétti, hreinu lofti, nýrri stjórn­ar­skrá og ým­is­legu fleiru. „Þannig muni all­ir una glaðir við sitt. Sum­ir ganga meira að segja svo langt að þeir ætla að gefa okk­ur pen­ing. Ef við kjós­um rétt þá för­um við bara öll hlæj­andi í heima­bank­ann.“

„Það er nefni­lega ein­stak­lega glatað að vera kom­inn út á völl með ónýt­ar kylf­ur“

Í pistlinum skýtur Logi svo harkalega á einn frambjóðanda, ekki verður betur séð en að hann eigi við Gunnar Smára Egilsson, oddvita Sósíalistaflokksins í Reykjavík norður. „Svo eru þeir sem ætla að rétta þetta allt af með því að taka pen­inga af auðmönn­um. Fremst­ur í flokki þar er maður sem hef­ur ein­mitt dundað sér við það í ára­tugi að tapa pen­ing­um auðmanna á ýms­um rekstri. Mögu­lega er það lengsti vinnustaðahrekk­ur allra tíma.“

Þá minnir Logi á það sem hann sagði þegar hann talaði um vin sinn, ef eitthvað er of gott til að vera satt þá er það líklega raunin „Það er nefni­lega þannig að það er ekk­ert ókeyp­is í þess­um heimi. Við verðum ein­hvern veg­inn að standa und­ir okk­ur. Og þótt það hljómi nota­lega þá er harla fátt sem bend­ir til þess að besta leiðin til að gera það sé að fjölga op­in­ber­um starfs­mönn­um og stofnun­um,“ segir hann

„Stund­um þarf að gera alls kon­ar hluti sem vekja kannski ekki mikla lukku en eru nauðsyn­leg­ir og mögu­lega þurf­um við kannski flokka sem geta gert ein­mitt það. Þótt það hljómi ekki jafn vel og að allt verði ókeyp­is. Það er nefni­lega ein­stak­lega glatað að vera kom­inn út á völl með ónýt­ar kylf­ur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum