fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Hörður segir að nú sé nóg komið – Taka þurfi völdin af sóttvarnalækni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 06:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Áfram heldur fárið. Þrátt fyrir að sumir fjölmiðlar og sóttvarnayfirvöld reyni að telja okkur ítrekað trú um annað, þá er ekki nokkurt neyðarástand í gangi. Það hlýtur því raunar að vera orðið lögfræðilegt vafamál hvort sóttvarnalæknir hafi enn umboð til þess að grípa til aðgerða á borð við þær að skikka reglulega með valdboði þúsundir fullfrískra bólusettra einstaklinga, með engin einkenni, í stofufangelsi með tilheyrandi raski fyrir allt samfélagið og atvinnulífið. Með sama framhaldi er aðeins tímaspursmál hvenær hugsandi fólk fer eðlilega að spyrja sig hvort það ætli sér að hlýða þessum ofsafengnu sóttkvíarreglum,“ segir í inngangi pistils eftir Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðar Fréttablaðsins, í Fréttablaðinu í dag og er óhætt að segja að Herði finnist nóg komið af sóttvarnaaðgerðum.

Hann segir að ef COVID-19 væri að koma upp núna og tíðni alvarlegra veikinda væri jafn lág og er um þessar mundir þá myndi varla nokkrum manni detta í hug að það þyrfti að ganga jafn freklega á athafnafrelsi og borgaraleg réttindi fólks og nú er gert í nafni almannaöryggis.

„Í sland er með eitt hæsta hlutfall bólusettra í heiminum og spítalainnlagnir eru ekki mikið meiri en dæmi eru um úr árlegum inflúensufaröldrum eða svínaflensunni. Eðlilega rekinn spítali, sem af einhverjum ástæðum virðist ekki vera staðan í dag, á að ráða vel við slíkt. Alvarleg veikindi eru sjaldséð og flestir sem greinast með Covid eru ekki veikir,“ segir hann og bætir við að sjúkdómurinn sé „nú svo „alvarlegur“ að í flestum tilvikum“ finnist hann ekki nema með prófi.

Hann bendir á að í Danmörku og Bretlandi sé verið að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum og það þrátt fyrir að löndin séu mun skemmra á veg komin í bólusetningum. Á sama tíma eigi að framfylgja mun harðari sóttvarnaaðgerðum hér á landi, bæði innanlands og við landamærin. „Það er ekki hægt að lifa við hömlur og ótta til lengri tíma, einkum þegar ljóst er að hættan gagnvart lífi og heilsu fólks er ekki meiri en raun ber vitni,“ segir hann og bætir við að íslenskt samfélag sé frjálst og það þurfi að réttlæta íþyngjandi aðgerðir með sterkum rökum.

„Nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar er að setja grímur á börn. Nú er mál að linni og forystumenn stjórnmálaflokkanna verða að grípa inn í og taka völdin af sóttvarnalækni, eins og hann hefur raunar sjálfur kallað eftir,“ segir Hörður og bendir á að þjóðinni hafi verið lofað frelsi ef hún léti bólusetja og það hafi hún gert og bóluefnin hafi sannað gildi sitt. Nú sé komið að stjórnvöldum að standa við gefin fyrirheit, að öðrum kosti megi búast við að þeim verði refsað harðlega í kosningunum í september. „Sjálfstæðisflokkurinn ætti að hafa af því verulegar áhyggjur,“ lýkur hann pistli sínum á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Isak sló vafasamt met
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út

Ógnvekjandi spenna í samskiptum Kína og Japan – Óttast að stríðsátök geti brotist út
Fréttir
Í gær

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega

Ráðuneyti Guðmundar Inga í stríði við Morgunblaðið – Fréttaflutningur gagnrýndur harðlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“

Gerir upp stóra salernismálið – „Ég held það hafi hlakkað í mörgum, ég held þeim hafi þótt þetta skemmtileg frétt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum

Morðtúrismi í Sarajevo: Nafn forseta Serbíu nefnt í nýjum ásökunum