fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Barnasmitsjúkdómalæknir telur óþarfi að bólusetja börn í flýti

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 08:00

Svo virðist sem ekki hafi allt verið með felldu við bólusetningu barnanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki liggur á að bólusetja yngri börn gegn COVID-19 sem stendur að mati Valtýs Stefánssonar Thors, barnasmitsjúkdómalæknis. Hann segir að börn veikist almennt minna en fullorðnir og smitist síður.

„Ef við horfum á faraldurinn hér á Íslandi þá hafa núna um og yfir átta hundruð börn smitast af Covid og ekkert þeirra veikst alvarlega,“ hefur Fréttablaðið eftir Valtý í umfjöllun um málið í dag. Hann benti jafnframt á að börnin fái mikla eftirfylgni á Covidgöngudeild Barnaspítala Hringsins. Hann sagði að COVID-sýking virðist hafa lítil áhrif á ungabörn en dæmi eru erlendis frá um börn sem smitast við fæðingu eða jafnvel í móðurkviði og vegnar vel eftir sýkingu.

Bóluefni gegn COVID-19 hafa ekki fengið markaðsleyfi fyrir börn yngri en tólf ára en einhver lyfjafyrirtæki eru byrjuð að sækjast eftir slíkum leyfum og vinna nú að rannsóknum á bóluefnum fyrir börn niður í tveggja ára aldur og jafnvel yngri. „Persónulega og út frá þeim gögnum sem við höfum finnst mér ekkert liggja á að bólusetja yngri börn,“ ef haft eftir Valtý sem sagði að hins vegar væri gagnlegt að bólusetja öll börn til að hjálpa til við að halda faraldrinum fjarri.

Fram að þessu hefur ekkert komið fram sem bendir til að bóluefni virki illa á börn eða valdi aukaverkunum sem ekki hafa sést hjá fullorðnum. Valtýr sagðist þó telja betra að bíða í nokkra mánuði eftir frekari gögnum. „Ef við ætlum að bólusetja heilbrigð börn þá verður þetta að vera öruggt,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða

Martröð ferðamanns á Íslandi – Kostnaðurinn rauk upp vegna bílastæða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku

Íslendingur í fangelsi í Kólumbíu grunaður um kynferðisbrot gegn unglingsstúlku
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Maðurinn er fundinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“

Vilhjálmur: „Þetta er „jólagjöfin“ sem verðtryggð heimili fá þessi jólin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“

Helgi Hrafn segir að ógeðsleg slaufunarmenning hafi ráðið ríkjum – „Ég veit mætavel hvernig það er að lenda í svona hakkavél“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu

Eva Björg breytti handriti sem reyndist of líkt Birnumálinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“

Sakar Samtök skattgreiðenda um að hagræða sannleikanum – „Það er einstaklega ógeðfelldur tónn í þessari grein“