fbpx
Miðvikudagur 27.október 2021
Fréttir

Allt stopp í Kömbunum eftir þriggja bíla árekstur

Heimir Hannesson
Laugardaginn 24. júlí 2021 14:32

Kambarnir mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlegar tafir eru nú á umferðarflæði á austurleið yfir Hellisheiði vegna þriggja bíla áreksturs sem varð við Hveragerði á Þjóðvegi 1. Samkvæmt viðmælanda DV nær bílaröðin frá Hveragerði upp Kambana og upp á Hellisheiði.

Engar upplýsingar hafa fengist enn frá lögreglunni á Suðurlandi um hvort áreksturinn hafi verið alvarlegur eða hvort einhverjir hafa slasast. Samkvæmt upplýsingum DV hefur veginum ekki verið lokað, en gríðarmiklar tafir eru engu að síður á umferð, sem fyrr segir.

Gríðarlega margir eru nú á ferðalagi um landið og mikil umferð mælst á vegum landsins síðustu daga. Þúsundir sleiktu sólina fyrir austan og norðan undanfarnar vikur, en af samfélagsmiðlum mátti ráða að þjóðin væri þar öll samankomin í leit að sól og sumaryl.

Búast má við þungri umferð næstu daga, sér í lagi á köflum Suðurlandsvegs og Vesturlandsvegs næst Reykjavík. Mikil þoka lá yfir Hellisheiði í gær sem var í fréttum gærdagsins sögð hafa orsakað slys á heiðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögreglan yfirheyrði Árna Gils í nærfötum og náttslopp einum klæða – Lögreglan snupruð og málið tilkynnt til Umboðsmanns

Lögreglan yfirheyrði Árna Gils í nærfötum og náttslopp einum klæða – Lögreglan snupruð og málið tilkynnt til Umboðsmanns
Fréttir
Í gær

Domino’s hækkar verðið á þriðjudagstilboði – „Aldrei gaman að hækka verð“

Domino’s hækkar verðið á þriðjudagstilboði – „Aldrei gaman að hækka verð“
Fréttir
Í gær

„Þetta er allt mjög grunsamlegt“ – „Tölfræðilega nánast ómögulegt“

„Þetta er allt mjög grunsamlegt“ – „Tölfræðilega nánast ómögulegt“
Fréttir
Í gær

Sláandi fjöldi Íslendinga stígur fram eftir byrlun: „Þeir voru að draga mig inn í leigubíl“ – „Helvítis ógeðið hefði getað drepið mig“

Sláandi fjöldi Íslendinga stígur fram eftir byrlun: „Þeir voru að draga mig inn í leigubíl“ – „Helvítis ógeðið hefði getað drepið mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö hundruð starfsmenn lögreglunnar skimaðir eftir að sjö smit greindust hjá embættinu

Tvö hundruð starfsmenn lögreglunnar skimaðir eftir að sjö smit greindust hjá embættinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálheppinn tippari vann 7,5 milljónir

Stálheppinn tippari vann 7,5 milljónir