fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Kári drullaði yfir Brynjar „Trump“ Níelsson í beinni útsendingu – „Mér finnst það mjög ljótt“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 20:36

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var gestur Jóhönnu Vigdísar Hjaltadóttur í Kastljósi í kvöld. Líkt og búast mátti við ræddi Kári um stöðu Íslands í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, en eftirminnilegasta augnablik þáttarins verður líklega þegar hann uppnefndi þingmann Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson, og líkti honum við Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.

Í upphafi þáttarins sagðist Kári vera ánægður með nýja reglugerð, þó hún myndi líklega ekki ná öllum markmiðunum sem fyrri reglugerðin hafi náð. Hann sagði þó að þjóðin væri heppin með að hann sjálfur hafi aldrei skrifað reglugerð sem þessa, en þá væru kröfurnar harðari:

„Þessi þjóð hefur verið býsna heppin með að ég hef aldrei skrifað svona reglugerð. En hefði ég skrifað svona reglugerð hefði ég krafist þess að allir sem koma til landsins bólusettir eða með vottorð upp á að hafa verið sjúkir áður yrðu að fara í fimm daga sóttkví eins og allir aðrir.“

„Brynjar Trump Níelsson“

Í dag var mikið fjallað um utanlandsferð Brynjars Níelssonar, þingmanns, til Spánar. Jóhanna Vigdís spurði Kára þá út í utanlandsferðir og þá hækkaði hann róminn. Hann virtist ekki sáttur með Brynjar sem hann kallaði Brynjar „Trump“ Níelsson og sagði „ruddalega“ framkomu hans senda sóttvarnaryfirvöldum fingurinn.

„Ég heyrði að Brynjar Trump Níelsson hefði látið heyra frá sér á Spáni. Þar hafi hann farið og átt ekkert erindi til útlanda og var þar með að reka fingur framan í sóttvarnaryfirvöld. Sem mér finnst heldur vafasamt af kjörnum fulltrúa þjóðarinnar. Mér finnst það ruddaleg aðferð við að hundsa hagsmuni samfélagsins. Hundsa að tilraunir sóttvarnaryfirvalda til að hlúa að heilsu fólks í landinu. Mér finnst það mjög ljótt.“

Kári sagði að flakk fram og til baka á milli landa væri hreint ekki æskilegt á þessu augnabliki.

Bæði Brynjar og annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigríður Á Andersen hafa ítrekað hvatt til afléttinga sóttvarnaraðgerða, og nefna helst frelsi einstaklingsins í þeim efnum. Kári játaði óhræddur því að vegið væri að persónufrelsi og borgararéttindum fólks með sóttvarnaraðgerðum, en það væri góð ástæða fyrir því, verið væri að koma í veg fyrir veikindi og dauðsföll.

Í lok þáttarins var Kári beðinn um spá fyrir því hvenær hlutir myndu snúast í sína fyrri mynd. Hann taldi að það myndi gerast með haustinu og gaf meira að segja nákvæma dagsetningu, 13. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“