fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fréttir

Ný kerrusótthreinsitækni í Bónus

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. mars 2021 16:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bónus hefur tekið í gagnið nýtt tæki sem auðveldar viðskiptavinum sótthreinsun á innkaupakerrum. Um er að ræða sótthreinsitæki fyrir innkaupakerrur og handkörfur sem er mikilvæg viðbót við sóttvarnir sem eru þegar fyrir í Bónus og minnkar smithættu. Tækin hafa verið tekin í notkun í Bónus Smáratorgi, Skeifunni og á Korputorgi og verður sett upp í næstu viku í Kauptúni.

„Sóttvarnir hafa verið stór hluti af okkar starfsemi síðasta árið enda öryggi okkar viðskiptavina og starfsmanna ávallt í fyrirrúmi. Það er þó nokkuð síðan við pöntuðum þessi tæki en vegna eftirspurnar bárust þau ekki fyrr en núna. Tækið er afar einfalt í notkun. Innkaupakerra er keyrð inn í tækið og beðið er á meðan útfjólubláir geislar sótthreinsa. Mikilvægt er að sótthreinsa hendur á meðan beðið er eftir kerrunni. Starfsmenn okkar munu leiðbeina viðskiptavinum við notkunina. Við hvetjum viðskiptavini samt sem áður að huga að almennum sóttvörnum við komu og brottför úr verslunum Bónus enda er þetta einungis viðbót við núverandi sóttvarnaraðgerðir,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gleðileg jól kæru lesendur

Gleðileg jól kæru lesendur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Sakfelldur fyrir líkamsárás í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó