fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Örtröð þegar fólk reynir að ná á gosstöðvarnar fyrir lokun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 15:41

Frá Suðurstrandarvegi. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Torgs af örtröð á Suðurstrandarvegi þar sem margir freista þess að komast að eldgosinu í Geldingadal áður en svæðið verður rýmt kl. 17. Vefur Hringbrautar greinir frá þessu. Myndirnar voru teknar á þriðja tímanum í dag.

Frá Suðurstrandarvegi. Mynd: Valli

Lögregluþjónar við Suðurstrandarveg eru sagðir nánast orðlausir yfir þeim mikla fjölda sem lagt hefur leið sína að gosstöðvunum í dag. Hefur lögregla hvatt ökumenn til að leggja bílum sínum hægra megin við vegkantinn til að tryggja rými fyrir björgunarsveitarbíla ef um neyðarakstur er að ræða. Ekki hafa þó allir farið eftir þessum fyrirmælum, segir í fréttinni.

Frá Suðurstrandarvegi. Mynd: Valli

Spáð er lífshættulegri gasmengun við eldgosið í kvöld. RÚV greinir frá því Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hvetji fólk til að yfirgefa gossvæðið fyrir kl. 17 í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð

Gestur áhyggjufullur: Gæti reynst ástvinum hreinasta martröð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka

Lögreglan varar við kræfum vasaþjófum – Fylgjast með fólki sem notar hraðbanka
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“