fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Maðurinn sem rústaði bíl Svölu kominn í gæsluvarðhald – „Nú fáum við smá andrými“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. mars 2021 14:10

Bíll Svölu eftir skemmdarverkin. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á þrítugsaldri sem sagður er hafa rústað bíl Svölu Lindar Ægisdóttur, beitt son hennar ofbeldi og ofsótt fjölskylduna, meðal annars með líflátshótunum, hefur verð úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. apríl.

Tilkynning lögreglunnar um málið er eftirfarandi:

„Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. apríl, en maðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Ætluð brot mannsins voru framin á rúmlega þriggja og hálfs mánaða tímabili, eða frá því í lok nóvember á síðasta ári og fram í miðjan mars á þessu ári. Þá hefur viðkomandi stöðu sakbornings í sex öðrum málum, sem eru til meðferðar hjá lögreglu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði fram kröfu í Héraðsdómi Reykjavíkur sl. fimmtudag um gæsluvarðhald yfir manninum, en henni var hafnað. Sá úrskurður var kærður til Landsréttur, sem hefur nú snúið honum við eins og að framan greinir.“

DV hafði samband við Svölu Lind vegna málsins og sagði hún að þetta væri mikill léttir. Sjálf var hún nýbúin að fá fréttirnar um gæsluvarðhaldskúrskurðinn. Hún staðfesti að maðurinn hefði ekki gert vart við sig síðan skemmdarverkin á bílnum voru framin þann 16. mars. Hann var handtekinn um það bil sólarhringi síðar en gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar var þá hafnað í Héraðsdómi. Eins og segir í tilkynningu lögreglunnar sneri Landsréttur þeim úrskurði við.

„Nú höfum við smá andrými,“ segir Svala í stuttu spjalli við DV. Hún segir að engin framtíðarlausn sé komin og hún viti ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en hún er mjög ánægð með þennan gæsluvarðhaldsúrskurð sem gefur fjölskyldunni frið og hugarró næstu vikurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Í gær

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg
Fréttir
Í gær

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp