fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fréttir

Reyna að höfða til bólusettra ferðamanna – Auglýsingaherferðir í undirbúningi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 15. febrúar 2021 09:00

Farþegar á Keflavíkurflugvelli Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er verið að undirbúa auglýsingaherferðir sem eiga að höfða til þeirra sem er búið að bólusetja við kórónuveirunni og hyggja á ferðlög. Það eru íslensk fyrirtæki og stofnanir, sem vinna í ferðaþjónustu, sem vinna að þessu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að liður í þessu sé að auglýsa í miðjum faraldri. Íslandsstofa hefur verið með markaðsaðgerðir síðustu mánuði sem miða að því að viðhalda áhuga fólks á Íslandi sem áfangastað þrátt fyrir að það hafi ekki getað ferðast. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Sigríði Dögg Guðmundsdóttur, fagstjóra hjá Íslandsstofu.

„Svo erum við á tánum að fylgjast með mörkuðunum, og þegar aðstæður skapast viljum við geta stigið hratt inn. Þess vegna erum við með markaðsherferðir tilbúnar sem við getum gripið til með mjög stuttum fyrirvara, þegar ástandið lítur betur út á okkar lykilmörkuðum,“ er einnig haft eftir henni.

Icelandair hefur gripið til svipaðra aðgerða og hefur Morgunblaðið eftir Birnu Ósk Einarsdóttur, framkvæmdastjóra sölu- og þjónustusviðs, að fyrirtækið hafi haft að leiðarljósi að halda merkjum Íslands og Icelandair á lofti í faraldrinum þrátt fyrir að enginn sé að bóka flug með félaginu.

Sigríður sagði að Bretland væri lykilmarkaður og því sé mikilvægt að fara af stað með markaðsherferðir þar um leið og aðstæður batna. Birna tók undir þetta og benti á að ef horft sé til þeirra Breta sem hafa fengið veiruna eða verið bólusettir sé kominn nokkuð stór hópur. „Þá hefur eldra fólk forgang að bóluefninu, og þeir Bretar sem koma til Íslands eru oft í eldri kantinum. Þeir koma mikið á haustin og veturna, svo góður bólusetningarárangur þeirra er klárlega eitthvað sem við ætlum að mæta með krafti. Við erum í raun bara að bíða eftir réttum aðstæðum,“ sagði hún.

Sigríður og Birna voru einnig sammála um að Bandaríkjamenn skipti miklu máli fyrir íslenska ferðaþjónustu enda stærsti ferðamannahópurinn sem hingað kemur. Af þessum sökum hefur Íslandsstofa lagt mikið í aðgerðir í Bandaríkjunum í faraldrinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum