fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Áfengi er krabbameinsvaldandi – 650.000 dauðsföll á ári

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfengisneysla er leiðandi áhættuþáttur fyrir krabbamein.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem IOGT, bindindissamtök, sendu í dag í tilefni af alþjóðadegi krabbameins. Þau skjóta á stjórnvöld fyrir að leggja fram frumvarp um aukið aðgengi að áfengi sem myndi auka sölu og neyslu á því sem ýtir undir aukningu krabbameinstilfella.

„Þörfin fyrir að auka krabbameinsvarnir og stýringu áfengisneyslu á Íslandi er gífurleg. Sem dæmi, varar Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni við því að haldi núverandi þróun áfram mun heimurinn sjá 60% aukningu á krabbameinstilfellum næstu tvo áratugi. Mesta aukningin í nýjum tilvikum mun eiga sér stað í lág-og meðaltekjulönd, þar sem lífslíkur er nú minnstar.“

IOGT segir í tilkynningunni að áfengi sé næst algengasta orsök krabbameins á eftir tóbaki.

„Staðreyndin að áfengi er krabbameinsvaldandi hefur verið skýrt staðfest,“ segir Aðalsteinn Gunnarsson framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi.

Stærsti einstaki áhættuþátturinn fyrir brjóstakrabbameini á heimsvísu er áfengi. Áfengi veldur 650.000 dauðsföllum á hverju ári sem tengist krabbameinum en nýleg gögn benda til þess að hlutfall krabbameins sem rekja megi til áfengis um allan heim hefur aukist.

„Krabbamein sem rekja má til áfengis er að hægt að koma í veg fyrir – með gagnreyndum aðferðum, hagkvæmum lausnum og áhrifaríkri áfengisstefnu,“ bætir Aðalsteinn við og segir að með bættri áfengisstefnu má draga úr dauðsföllum vegna krabbameins um 10%.

„Gögn sýna það, að upplýsa fólk, auka vitund og skilning á krabbameinsáhættu vegna áfengis leiðir til meiri stuðnings við áfengisforvarnir og áfengislögin. Þetta mun leiða til verulegrar lækkunar á dánartíðni vegna krabbameins,“

IOGT kallar eftir samfélagstali um áhrif áfengis til að vekja athygli almennings.

Hér má lesa tilkynninguna í heild sinni:

https://www.facebook.com/IogtAIslandi/posts/3459490327511180

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín

Telur Trump hafa skaðað trúverðugleika sinn og hefur áhyggjur af sambandi hans við Pútín
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg

Maður í gæsluvarðhaldi vegna hraðbankamálsins – Einnig grunaður um ránið í Hamraborg
Fréttir
Í gær

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Í gær

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“

Daði Már: „Þetta er hlut­ur sem ég tek mjög al­var­lega“
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd

Kröfðust þess að fá að halda áfram að dæla svínaskít út í sjó við Kjalarnes og Vatnsleysuströnd