fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Þvertekur fyrir ásakanir Guðlaugar um hagnað og kynnir nýjar umbúðir á bjórinn Loft – „Ritskoðað“

Heimir Hannesson
Mánudaginn 1. febrúar 2021 10:07

mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ægir brugghús þvertekur fyrir ásakanir Guðlaugar B. Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins sem hún lét falla í frétt DV á föstudaginn um að Ægir brugghús og aðrir aðstandendur góðgerðarbjórsins Lofts hlytu að vera að græða á útgáfunni. Bjórinn hafði þá verið bannaður vegna ábendinga Guðlaugar um að merkingarnar á umbúðum bjórsins væru ólöglegar. Bjórnum var fljótlega kippt úr sölu í kjölfarið.

Aðspurð hvort hún gerði engan greinarmun á því að um listræna tjáningu væri að ræða á umbúðunum, en þar kemur fram teiknuð útgáfa af frægri ljósmynd sem tekin var af Lofti er hann lifði sagði Guðlaug þvert nei. Á myndinni var Loftur að reykja sígarettu. Þá var Guðlaug jafnframt spurð hvort henni hafi ekki þótt rétt að líta til þess að um góðgerðarmál væri að ræða, en eins og all oft hefur komið fram rennur allur ágóði sölu bjórsins til Minningarsjóðs Lofts Gunnarssonar, markmið hvers er að gera líf útigangsmanna á Ísland bærilegra. „Heldurðu að áfengisframleiðandinn sé ekki að hagnast á þessu líka?“ spurði Guðlaug blaðamann á móti.

Bjórinn er samstarfsverkefni Móa bruggfélags, Ægis brugghúss og Minningarsjóðs Lofts Gunnarssonar. Aðstandendur Minningarsjóðsins eru meðal annars ættingjar og vinir Lofts.

Ólafur S.K. Þorvaldz hjá Ægi Brugghúss mótmælir, sem fyrr segir, þessum yfirlýsingum Guðlaugar og segir þær alrangar. Því til stuðnings sendi hann DV kostnaðarskiptingu á útgáfu bjórsins, sem sjá má hér að neðan:

mynd/Ægir brugghús

Samkvæmt þeirri kostnaðarskiptingu rennur meira í vasa ríkisins (199 krónur), en rennur í minningarsjóðinn (92 krónur) og hagnaðurinn er enginn.

Nú vinna forsvarsmenn Ægis hörðum höndum að því að endurmerkja dósirnar og fá nýjar merkingar samþykktar. Að þeirri blessun lokinni verður hægt að hefja sölu á bjórnum í Vínbúðum ríkisins að nýju. Að sögn Ólafs liggur blessun Heilbrigðiseftirlitsins þegar fyrir og bíða þeir nú eftir því að fá jákvæð frá ÁTVR. „Ég á ekki von á öðru en að svo fari,“ segir Ólafur.

Nýju merkingarnar má sjá hér að neðan.

mynd/aðsend
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“