fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Vendingar í skotárásarmálinu – Tveir nú verið handteknir – Sá seinni á sextugsaldri

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 30. janúar 2021 16:19

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður um sextugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. Febrúar, en hann er talinn tengjast skotárásum sem hafa beinst að skrifstofu Samfylkingarinnar og bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Einnig kemur fram að rannsókn málsins miði vel.

Sjá einnig: Karlmaður á fimmtugsaldri handtekinn vegna árásarinnar í garð Dag

Líkt og greint var frá í dag hefur annar karlmaður líka verið handtekinn vegna málsins. Sá hefur réttarstöðu sakbornings í málinu. Fram kemur í fyrri tilkynningu lögreglu um málið hafi rangar upplýsingar komið fram: maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, en er ekki í haldi lögreglu.

Tilkynning lögreglu er eftirfarandi:

Karlmaður um sextugt var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á skemmdum sem voru unnar á bifreið borgarstjóra og húsnæði Samfylkingarinnar á dögunum. Rannsókn málsins miðar vel, en annar karlmaður hefur einnig réttarstöðu sakbornings í málinu.

Í fyrri tilkynningu um málið í dag var ranglega sagt að maðurinn í haldi lögreglu, sem nú hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, væri á fimmtugsaldri og leiðréttist það hér með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin

Græna gímaldið valin ljótasta nýbyggingin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“

Tilefni til að Miðflokkurinn bregðist við tugum myndbanda með hreinu kynþáttahatri – „Virðist vera sérstakt markaðsátak“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot

Múmínlundurinn olli uppnámi: Rétthafar Múmínálfanna sökuðu Skógræktarfélag Eyjafjarðar um höfundarréttarbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni

Lögregla minnir á reglur um flugelda – Bannað að skjóta upp á nóttunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leigði ferðamanni tjónaðan bíl og lét hann borga viðgerð

Leigði ferðamanni tjónaðan bíl og lét hann borga viðgerð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil

Marinó svartsýnn um að bensínverð lækki til jafns við kílómetragjald – Segir olíufélögin hafa frítt spil