fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Daði frumflytur Eurovision-lagið þann 13. mars

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 16:10

Daði Freyr.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lagið sem Daði Freyr Pétursson, oft kenndur við hljómsveitina Gagnamagnið, samdi fyrir Íslands hönd fyrir Eurovision 2021 verður frumflutt þann 13. mars næstkomandi í nýrri sjónvarpsþáttaröð RÚV sem ber nafnið Straumar.

Lokakeppni Eurovision fer fram í Rotterdam í ár en keppnin, sem átti einnig að fara fram þar í fyrra, var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Íslendingar höfðu kosið Daða og Gagnamagnið sem framlag sitt með lagið Think About Things og var honum spáð sigri í mörgum helstu veðbönkum heims. RÚV ákváð að bjóða honum að semja lag fyrir keppnina í ár til að reyna að gera garðinn frægan aftur enda sló Think About Things rækilega í gegn og er til að mynda með um 66 milljónir spilana á streymisveitunni Spotify.

Daði mun keppa á seinna undankvöldi keppninnar þann 20. maí og komist lagið áfram verður það flutt aftur í úrslitakeppninni þann 22. maí. Til stendur að frumsýna tónlistarmyndband við lagið í lok mars en einnig gefa út tölvuleik þar sem Daði og Gagnamagnið verða í lykilhlutverki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn

Guðrún segir að slagkrafturinn í sleggju Kristrúnar sé enginn
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“